fbpx

PÁSKAR Í RÓM

FerðalögInstagram

Páskarnir okkar í Róm voru afskaplega góðir. Þegar ég fór upp í lestina hér í Verona gerði ég mér ekki grein fyrir því að tveimur og hálfum klukkutíma síðar yrði ég stödd á sundlaugarbakka í bikiníinu einum klæða. Dagarnir voru svo fallegir en Rómaborg skartaði öllu sínu fegursta og guð minn góður, fegurð þessarar borgar er engu lík. Umhverfið er það guðdómlegt að ég ákvað að leggja símann niður, hætta að taka myndir og njóta fegurðarinnar sem borgin býr yfir. Næst þegar ég fer verð ég búin að ná andanum og þá skal ég reyna að ná betri myndum t.d af miðbænum og sýna ykkur heima á Fróni.

unnamed-17

Útsýnið yfir Rómaborg. Vatikanið er uppi til hægri á myndinni.

unnamed-14

unnamed-16

unnamed-15

unnamed-13

unnamed-12

unnamed-8

unnamed-4

unnamed-11

unnamed-10

unnamed-9

unnamed-6

unnamed-5

unnamed-2

unnamed-7

unnamed-3

unnamed-1

 

Ég hef ekki mörg meðmæli til að deila með ykkur í þetta skiptið, enda er Róm svo gott sem alveg ný fyrir mér. Næst verð ég búin að fá góð tips sem ég get síðan deilt með ykkur. Ég get þó að sjálfsögðu mælt með hótelinu sem við vorum á. Það heitir Rome Cavalieri og er staðsett þannig að bestu herbergin hafa útsýni yfir alla Rómaborg, sbr fyrsta myndin mín. Rómansinn er allsráðandi en það kommentaði einmitt ein hjá mér á Instagram og sagði að hún hafi farið í brúðkaupsferðina sína á þetta hótel. Ég trúi ekki öðru en þau hafi notið þess í botn enda hefur SPA-ið á hótelinu verið kosið eitt það besta í heimi. Þegar ég gekk inn í herbergið okkar missti ég andlitið, útsýnið og fegurðin var slík að ég trúði ekki mínum eigin augum ! Það eru endalaus fótboltaplögg í gangi þannig við fáum að kynnast rjómanum af því besta og gaman að geta notið þess á meðan það er í boði. Herbergið okkar, öll þjónusta og annað var því í samræmi við það.

Ég sagði ykkur að skrifa Feneyjar á bucketlistann ykkar, bætið alveg endilega Róm við líka – enda minnsta mál í heimi að taka lestina á milli og kíkja á báða staðina í sömu ferð :-)

GLEÐILEGA PÁSKA

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Katrína

  23. April 2014

  VÁÁÁ…
  Allt svo fallleg og þið ennþá fallegri ;)

 2. Dagbjört systir

  23. April 2014

  hey afhverju er ekki bikiní mynd?!?!?!? geðveikt btw

 3. Hildur Gylfa

  23. April 2014

  Ó elsku Róm – svo mikið uppáhald! Geggjaðar myndir :)

 4. Hildur Ragnarsdóttir

  23. April 2014

  andast þetta eru svo fallegar myndir!

  ég þarf að fara kíkja til ítalíu! það er alveg á hreinu!!

  xx

 5. Erna Geirlaug Árnadóttir

  24. April 2014

  Nice ;) njótið vel;)

 6. Sonja Marsibil

  29. April 2014

  Vá vá vá vá – þvílíkt sem þetta hefur verið flott og góð ferð!! <3