Hafa ekki allir gaman að því að heyra af nýjum, góðum og spennandi veitingastöðum ?
Skuggi Italian bistro opnar á föstudaginn á Skugga hótel á Hverfisgötunni í Reykjavík. Sá sem sér um eldhúsið/matseðilinn er hann Gunnar Már mágur minn sem þið þekkið örugglega mörg sem forsprakka LKL og HABS hér á landi. Hann er að sjálfsögðu metsölu-rithöfundur og kann sko aldeilis að gera góðan mat – eins og bækurnar hans hafa sýnt okkur í gegnum árin. Ég held því að margir hafi beðið eftir að hann myndi opna sinn eigin veitingastað og nú er það loks að verða að veruleika :-)
Frá og með föstudeginum getið þið kíkt til hans í súrdeigspizzu, fisk dagsins, salat, carbonara, já eða bara í klúbbsamloku – og drykk/apperitivo eftir vinnu.
Matseðilinn samanstendur af casual ítölskum mat með bistro ívafi þannig allir ættu að geta fundið sér eitthvað mjög ljúffengt og gott.
Svo er umhverfið og stemningin líka svo smart og skemmtileg !
Sjáumst þar…
CIAO
Skrifa Innlegg