fbpx

Norður Ítalía – Lago di Tenno

BörnFerðalögHreyfingInstagramMyndirPersónulegtVerona

Ef þú ert á ferðalagi um norður Ítalíu, í kringum Gardavatn til dæmis, mæli ég með að þú smyrjir nesti og farir í picnic við Lago di Tenno. Kyrrðin og fegurðin er engu lík.

Guð hefur verið í alveg svakalega góðu skapi þegar hann skapaði þessa einstöku náttúruparadís. Litavalið hjá honum er algjörlega óaðfinnanlegt og að setja þessi rosalegu fjöll allt í kringum vatnið var frábær hugmynd. Að lokum skreytti hann með fagurgrænum trjám sem setti að sjálfsögðu punktinn yfir i-ið.

Ég er síðan viss um að orðið stórfenglegt hafi komið upp í huga hans þegar hann leit yfir það sem hann hafði búið til ;-)

Endilega látið orðið berast – Lago di Tenno er nefnilega vel geymt leyndarmál á meðal fjallanna.

Skrifa Innlegg