fbpx

MY HOME

HeimiliHönnunMyndirPersónulegtVeronaZARA

Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið undanfarið hérna heima hjá okkur í Verona. Fyrir þá sem ekki vita búum við í 500 ára gömlu húsi í miðborginni og hér líður okkur afskaplega vel ( með þjálfara Hellas á hæðinni fyrir ofan okkur).Sumt á þessum myndum hafið þið séð margoft en annað er nýtt. En vonandi fáið þið einhverjar hugmyndir fyrir ykkar heimili – og fataskáp.

Screen Shot 2014-01-22 at 12.40.03

Screen Shot 2014-01-22 at 12.47.25

Screen Shot 2014-01-22 at 12.28.02

Stóra E-ið er frá ítalska merkinu Seletti. Rúmið er frá Bloom og teppin frá Zara Home og Pottery Barn.

Screen Shot 2014-01-22 at 12.52.06

 Sandalar frá Aldo, keyptir á Dubai

Screen Shot 2014-01-22 at 11.33.05

 Armband með stórum steinum  J.Crew. Askja undir skartgripi Zara Home

Screen Shot 2014-01-15 at 21.29.57

Bleikar rósir frá einum rómantískum

Screen Shot 2014-01-15 at 21.37.46

 Kóróna – Heimahúsið Síðumúla. Ilmkertið frá Zara Home.

Screen Shot 2014-01-22 at 12.33.39

Klæðilegur jakki úr fínu efni – H&M

Screen Shot 2014-01-22 at 13.13.57

 Stuttur grár biker jakki frá H&M ( ekta leður)

Screen Shot 2014-01-22 at 12.57.08

 Ljósasería frá Seletti – svartur kjóll með kögri H&M – Skór La Perla, Christian Louboutin, Kurt Geiger.

Screen Shot 2014-01-22 at 13.55.38

Bonsai tré sem ég elska, mjólkurglös frá IKEA, diskar frá Royal Copenahagen.

… mismunandi og fallegar skeiðar frá Zara Home.

Screen Shot 2014-01-22 at 13.56.52

… og þar sem ég sat hér að gera þennan póst kom Emil heim af æfingu með nýbakaða snúða frá Gabrielle, þeirri dásamlegu konu sem bakar handa okkur ljúffengt bakkelsi vikulega ❤

mmmm… buon appetito ! :-)

 

HEILBRIGÐ OG FALLEG HÚÐ MEÐ..

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

18 Skilaboð

  1. Anna

    22. January 2014

    Ómæ! Geðveikt allt saman!

  2. Sigurbjörg

    22. January 2014

    Mikið ertu smekkleg kona! Dásamlegt heimili :)

  3. Guðrún

    22. January 2014

    svona póstar frá þér eru langskemmtilegastir!! þú ert smekkona

  4. Inga Ása

    22. January 2014

    Gullfallegt allt saman :)

  5. Dagbjört systir

    22. January 2014

    love it!

  6. Sonja Marsibil

    22. January 2014

    OMG – þessi grài biker-jakki!!!!!

  7. Kolbrún Anna

    23. January 2014

    Ég er rosalega forvitin að vita hvaða myndavél/linsu þú notar. Alltaf svo flottar myndirnar þínar :)

    • Ása Regins

      23. January 2014

      Takk :-) Ég á Canon Rebel vél með 85 mm linsu :-)

  8. Ása Regins

    23. January 2014

    Takk stelpur kærlega fyrir… gaman að heyra að þið hafið gaman að þessum póstum :-)

  9. Hófí Magnúsd.

    23. January 2014

    vá svo æðislega fallegt heimilið þitt! Takk fyrir að deila myndum, ótrúlega gaman að sjá :)

  10. Dúdda

    23. January 2014

    Alveg hreint ótrúlega fallegt!

  11. Guðný

    24. February 2014

    Sæl Ég á svo erfitt með að finna mér fallegt borðstofuborð og búin að horfa svo lengi á fallega borðið þitt –
    mig langar svo að spyrja þig hvaðan það er, og hvort þú eigir mynd af því í öllu :) (ef ég myndi sérsmíða svipað borð, viðurinn er svo truflaður)

    Takk annars fyrir frábært blogg og fallegar myndir, það er sérstaklega gaman að því hvað þú ert einlæg í bloggunum þínum

    • Ása Regins

      12. March 2014

      Sæl Guðný og afsakaðu hvað ég svara seint. Borðið er frá ítalska merkinu Riva 1920 og já, það er geggjað ;-) Ég á einhversstaðar heilmynd af því en ég þarf bara að finna hana. Ég skal senda þér á mailið þitt, þannig geturu séð formið á því betur.