Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið undanfarið hérna heima hjá okkur í Verona. Fyrir þá sem ekki vita búum við í 500 ára gömlu húsi í miðborginni og hér líður okkur afskaplega vel ( með þjálfara Hellas á hæðinni fyrir ofan okkur).Sumt á þessum myndum hafið þið séð margoft en annað er nýtt. En vonandi fáið þið einhverjar hugmyndir fyrir ykkar heimili – og fataskáp.
Stóra E-ið er frá ítalska merkinu Seletti. Rúmið er frá Bloom og teppin frá Zara Home og Pottery Barn.
Sandalar frá Aldo, keyptir á Dubai
Armband með stórum steinum J.Crew. Askja undir skartgripi Zara Home
Bleikar rósir frá einum rómantískum
Kóróna – Heimahúsið Síðumúla. Ilmkertið frá Zara Home.
Klæðilegur jakki úr fínu efni – H&M
Stuttur grár biker jakki frá H&M ( ekta leður)
Ljósasería frá Seletti – svartur kjóll með kögri H&M – Skór La Perla, Christian Louboutin, Kurt Geiger.
Bonsai tré sem ég elska, mjólkurglös frá IKEA, diskar frá Royal Copenahagen.
… mismunandi og fallegar skeiðar frá Zara Home.
… og þar sem ég sat hér að gera þennan póst kom Emil heim af æfingu með nýbakaða snúða frá Gabrielle, þeirri dásamlegu konu sem bakar handa okkur ljúffengt bakkelsi vikulega ❤
mmmm… buon appetito ! :-)
Skrifa Innlegg