fbpx

Í GÆR..

InstagramMaturMyndirPersónulegtVerona

photo-48photo-45-1photo-44-1

 

Í Monitor, fylgiblaði Morgunblaðsins, sem kom út í síðustu viku talaði ég um að hráskinkan pata negra væri uppáhalds maturinn minn. Pata negra en spænsk hráskinka búin til úr íberískum svínum. Nei ég veit, það hljómar kannski ekkert rosalega vel en í raun er þetta svo gott að orð fá því ekki með nokkru móti lýst. Þessi spænska skinka sem einnig er kölluð jamón ibérico er dýrasta hráskinka heims en eins og ég sagði í viðtalinu að þá skil ég hvers vegna hún er svona dýr. Það er eitthvað við þetta bragð sem fær mig til að slefa, í orðsins fyllstu merkingu. Venjulega þegar þjónninn leggur diskinn á borðið mitt fæ ég alveg illt í munnvatnskirtlana, svo rosalega gott er þetta :-)

Ég mæli því með að þið fáið ykkur að smakka næst þegar þið eruð á suðrænum slóðum, t.d á Spáni, Ítalíu eða í Portúgal en þar heitir hún presunto ibérico.

Við Emil fórum í gær og gerðum okkur góðan dag en mánudagar eru okkar frídagar. Stefnan var því sett á Osteria Alcova del Frate og þar átum við yfir okkur af allskyns gúmmelaði svosem hráskinku, heimagerðu pasta og fersku salati – mjög ítalskt og gott.

Þaðan fórum við í Amorino ísbúðina og fengum okkur ís en ef þið þekkið ekki þá ísbúð að þá verðið þið að tékka á henni. Amorino er að finna út um allan heim, til dæmis í London, Mílanó, París og Barcelona en ef þið farið á heimasíðu fyrirtækisins að þá getið þið fengið nánari upplýsingar um staðsetningu og lesið ykkur meira til um þennan dásemdar ís sem ég alveg elska !

“Our objectif is to make the highest quality ice cream as naturally as possible with no artificial colours or flavourings” 

nammi, nammi, NAMM !

Á GÖTUM VERONABORGAR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Jóhanna

    1. October 2013

    Mjög girnilegt.

  2. Hafdís

    1. October 2013

    NAMMI! Þetta mun ég smakka á næsta stað hérna á spáni.. Ísinn mun einnig verða smakkaður eftir að hafa skoðað heimasíðuna þeirra í næstu Madrid ferð :)
    Njóttu Ítalíu fallega kona.

  3. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    1. October 2013

    Mmmmmmm… mig langar í ísinn…..