fbpx

Á GÖTUM VERONABORGAR

FötInstagramMyndirVerona

photo-46photo-47

 

Þetta er hann Giulio ( lesist Djúlíó), vinur okkar Emils til þriggja ára. Hann er einn af þeim sem er alltaf flottur í tauinu, líka þegar það er rigning úti og mánudagsmorgun í þokkabót. Hann er alltaf glaður og alltaf til í smá spjall og það er ekki verra ef það er um skó. Hann er á sjötugsaldri og kominn á eftirlaun en hann segist halda sér ungum og í góðu formi með því að ganga tíu kílómetra á dag, drekka vatn, horfa í átt til sólar og tala við skemmtilegt fólk. Hann tippar á fótboltaleiki eins og enginn sé morgundagurinn en eftir að hann kynntist okkur spáir hann mikið í Pepsideildinni og tippar nú eins og óður maður á KR, Stjörnuna og FH. Hann pælir einnig mikið í öðrum íslenskum  knattspyrnumönnum sem leika erlendis og segir okkur reglulega hvað sé að frétta af þeim.

Giulio er einn af þeim allra best klæddu í Verona og í dag var hann í stífpressuðum svörtum jakkafötum og skirtu frá ítalska tískuhúsinu Armani. Þau eru að sjálfsögðu vel aðsniðin eins og alvöru karlmenn gera þetta ! Punkturinn yfir i-ið voru svo bleiku reimarnar á svörtu Clarks skónum hans en hann pælir mikið í smáatriðunum á flíkunum sem hann klæðist. Rauðköflótta regnhlífin lét hann síðan líta út eins og klipptan út úr bíómynd þegar við horfðum á eftir honum ganga yfir brúna Ponte Pietra í miðborg Verona.

Sjáið þið hvað hann er flottur og spengilegur kallinn ?! :-)

Svona fólk gerir lífið og tilveruna svo sannarlega fallegri, það er bara þannig.

BANANAPÖNNUKÖKUR

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Agata Kristín

    30. September 2013

    haha algjört æði :) Kemur kannski með svona “what Gulio wore” blogg öðru hverju.

  2. Karen María

    30. September 2013

    Þetta er eitt skemmtilegt blogg!
    Mig langar til þess að kynnast honum Gulio :)

  3. Rakel

    30. September 2013

    Vá en skemmtileg týpa! Komdu með update af Giulio ;)

  4. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    30. September 2013

    Ég er sjúklega ánægð með bleiku reimarnar! Djúlíó er alveg með’idda ;)

  5. Ása Regins

    1. October 2013

    hahahah stelpur, ég held að hann sé spenntari að kynnast ykkur !! Hann er soddan kvennagull og hjartaknúsari :-) En ég held ég taki ykkur á orðinu og verði með reglulegt updeit á stílnum hans Giulio. Hann er oft eins og klipptur út úr tískutímariti og því er hann mjög ánægður með þetta nýja fyrirsætuhlutverk sem hann hefur nú fengið ;-)

  6. Jovana

    1. October 2013

    Sammála Elísabetu, ég er skotin i þessum sjarma!!

  7. Dagbjört systir

    1. October 2013

    hahahaha tippar á íslensku liðin?!?!?!? LOL það er fáránlega fyndið og já meira af Djúsí Djúlíó

    Dabba Djúsí

  8. Berta

    2. October 2013

    Haha þvílíkur sjarmur

  9. Hanna Björg

    29. October 2013

    Þvílíka sjarmatröllið. Ég er sjúklega skotin í honum. Bloggið þitt er æði Ása, vinkona mín benti mér á þetta. Nú er ég orðin daglegur gestur. love it.

    • Ása Regins

      29. October 2013

      Takk kærlega fyrir Hanna Björg og gaman að heyra :-) Ég var einmitt að setja inn nýja Giulio færslu, hann er svo frábær og flottur !! :-)