fbpx

BANANAPÖNNUKÖKUR

HeimiliMaturMyndirPersónulegtVerona

Þar sem það gafst tími í morgun til að gera morgunmat og borða saman í rólegheitunum gerði ég þessar girnilegu bananapönnukökur fyrir okkur familiuna. Emanuel elskar þær, sérstaklega ef ég set nóg af íslensku smjöri og svo fyrst það er laugardagur fékk hann líka smá sýróp.

Þetta er sára einföld uppskrift en hún er laus við hveitið og sykurinn sem er ágætt. Auðvitað er þetta ekki samt jafn gott og þessar amerísku en þetta hentar mér, syninum og íþróttamanninum á heimilinu ágætlega. Í boði var einnig eggjahræra ( Emil borðaði hana á meðan ég tók myndirnar), avókadó, bacon og Ylliblómate frá Tefélaginu. Frábær byrjun á þessum góða degi.

Uppskriftin er fengin að láni frá www.einka.is

Bananapönnukökur

1 banani
1 egg
1/2 tsk kanil

Hrærðu þetta síðan saman í blandara og bakaðu á heitri pönnu.
(gott að setja kókosolíu á pönnuna áður).

Uppskriftin gefur sirka 5 pönnukökur.

Endilega prufið við tækifæri. Eigið góða helgi :-)

 

ITALIAN STYLE

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Guðrun

    28. September 2013

    Hæ Ása, mig langar svo að spurja þig hvernig myndavél þú notaðir til að taka þessar myndir? Ofboðslega fallegar.
    Takk. Kveðja, Guðrún.

    • Ása Regins

      29. September 2013

      Sæl Guðrún og takk fyrir. Myndavélin mín heitir Canon Rebel og linsan er 85mm :-)

    • Ása Regins

      29. September 2013

      hahaha .. ég setti aðeins meira af kanil en uppskriftin segir, ég held það sé betra. Svo er spurning að prufa að setja stevíudropa. Ég ætla að prufa það næst :-)

  2. Ágústa

    30. September 2013

    Þetta er snilld með 2-3 msk af hveitikím út í líka! og já aðeins meir af kanil en uppskriftin gefur :)

  3. Silja

    30. September 2013

    Þessar eru æði! Prófaði að setja smá hreint kakó út í líka, það kom mjög vel út.

  4. Malla Rós

    1. October 2013

    Flottar myndir! Má ég spyrja hvar þú fékkst þetta skurðarbretti?

    • Ása Regins

      1. October 2013

      Já brettið fékk ég í lítillri búð hérna í Verona. Þeir búa þessi bretti til sjálfir en þau eru eins og þú tókst eftir, alveg ótrúlega massíf og flott :-)

  5. Ása Regins

    1. October 2013

    Já frábært stelpur, gaman að heyra ! Ég held að málið sé að leika sér örlítið með þennan grunn. Ég ætla að prufa ykkar uppástungur næst þegar ég geri þetta. Hreint kakó hljómar mjög vel :-)

  6. ....

    6. January 2014

    ég skil ekki ég var að prófa þetta og þetta brennur bara og er of lint til að snúa við og fer allt í klessu, veistu afhverju það gæti verið ?

  7. Ása Regins

    8. January 2014

    Nei ég veit ekki hvers vegna það getur verið. Settiru þetta í blenderinn ? Og steiktiru á vel heitri pönnu ? Og verður að passa að snúa ekki við fyrr en það eru komnar loftbólur..

  8. ....

    12. January 2014

    já gerði það og það var bara orðið svart þegar loftbólurnar voru komnar ég veit ekki hvernig stendur á þessu, ætla reyna aftur seinna…. mér skal takast þetta! þetta lyktaði mjög vel áður en þetta brann get ímyndað mér að þetta sé mjög gott!!