fbpx

Í RÆKTINA: NÝTT FRÁ NIKE

FótboltiHreyfingInstagramNýtt

Lífið er of stutt fyrir ljót ræktarföt, er það ekki ? Ég reyni allavega að líta sæmilega út þegar ég fer á æfingu og þannig verður æfingin talsvert skemmtilegri og ég æfi betur.

Þetta eru nýjustu flíkurnar mínar, allt frá Nike.

Screen Shot 2015-01-10 at 10.21.56

Léttur og vatnsheldur utanyfir jakki. Ég á það til að mæta tilbúin í æfingafötunum og því verður gott að hoppa í þennan þegar það tekur að vora á ný.

Screen Shot 2015-01-10 at 10.17.11

Minimalískir götuskór – afskaplega lekkerir og smart. Fást hér.

Screen Shot 2015-01-10 at 10.11.16

Screen Shot 2015-01-10 at 10.11.22

Ég hef tekið ástfóstri við þessa tegund af æfingabolum og bætti því tveimur í safnið. Hvíti fæst hér og röndótti á útsölu hér.

Screen Shot 2015-01-10 at 10.10.25

Screen Shot 2015-01-10 at 10.10.20

Screen Shot 2015-01-10 at 10.07.36

Ég hef verið í Flyknit Lunar skónum frá Nike sem eru mjög léttir og mjúkir og henta mjög vel fyrir löng hlaup og/eða brennsluæfingar á brettinu. Ég ætla því að prufa þessa nýju Nike Zoom Fit ræktarskó sem passa kannski betur fyrir lyftingaræfingar og TRX.

Screen Shot 2015-01-10 at 10.08.58

Þessir svarti Aeroloft Hybrid jakki er uppáhalds flíkin mín þessa dagana  og ég fer helst ekki úr honum. Hann gerir línurnar flottar og er mjög hlýr og góður. Ég ákvað því að ég mætti eiga einn til skiptanna og skellti mér á þennan í turquoise. Það er leiðinlegt að hann er ekki til í verslunum heima en hann fæst hér, á heimasíðu Nike. ( Og svo sá ég hann líka í Nikebúðinni á Strikinu og í Magasin ;-)

Screen Shot 2015-01-10 at 10.08.52

Screen Shot 2015-01-10 at 15.26.08

Ég er síðan að velta fyrir mér hvort ég eigi að taka þessar eða ekki – en þá aðallega vegna þess að ég held þær geti verið gegnsæjar á rassinum. En flottar eru þær, fást hér.

unnamed

Og hér er ég í uppáhalds toppnum mínum – ég á tvo eins sem ég nota til skiptis. Dri fit saumlaus toppur, og já, hann er frá Nike. Til heima á nike.is, sjá hér.

.. og þá er ekki eftir neinu að bíða – lóðin kalla :-)

@HOME: FATASLÁR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Sonja Marsibil

  10. January 2015

  Okey þessi jakki er flottasti æfingajakki sem ég hef séð!!!

 2. RR.

  11. January 2015

  ég á svona buxur, þær eru geeeeeðveikt þægiegar og mjúkar og hlýjar og ekki gegnsæjar yfir rassinn…. minn fyllir alveg vel útí þær :)

 3. Pattra S.

  11. January 2015

  Tek undir með RR. ELSKA mínar, á líka hettupeysuna í stíl :))