fbpx

@HOME: FATASLÁR

FötHeimiliHönnunHreyfingPersónulegtVerona

unnamed-38

unnamed-40

 

Þið munið kannski eftir færslunni um fataslárnar sem ég setti inn í haust, sjá HÉR  ? Dagurinn í dag fór í allsherjar þrif og fyrst ég var búin að taka öll fötin af slánum mátti ég til með að smella einni mynd af þeim í leiðinni. Slárnar lét ég smíða sérstaklega fyrir mig hér í Verona, herðatrén keypti ég í Zara Home, snagana fékk ég í H. Skjalm P. í Köben og er útkoman þessi. Ég vildi hafa þetta í smá svona “industrial” fíling og eru báðar slárnar 165 cm að lengd. Fatasláin á efri myndunum er í svefnherberginu okkar og þessi neðri er frammi í forstofu, eins og kannski sést. Ég er afskaplega ánægð með þetta nýja fyrirkomulag og hefur skipulagið í fataskápunum batnað til muna. Að auki er talsvert skemmtilegra að velja sér föt á morgnanna því fötin njóta sín betur og úrvalið virðist meira :-)

 

unnamed-37

unnamed-39

 

Að lokum fær nýja fína hjólið að fylgja með. Emil átti að fá þetta hjól í afmælisgjöf ( sjá hér ) en stundum gerast hlutirnir alltof hægt hérna á Ítalíu, já eða bara gerast hreinlega ekki, og því varð þessi afmælisgjöf að jólagjöf. En fínt er hjólið og eiginlega svo flott að ég vil helst hafa það bara í stofunni – þar sem það stendur ákkúrat núna :-)

HIÐ FULLKOMNA SUMARFRÍ ?

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  8. January 2015

  Glæsilegt! x
  Ég skil þig vel með hjólið – getur allavega staðið í stofunni fram að vori ;)

 2. Hrefna

  8. January 2015

  Flottar slár og rómantísk og falleg hurðinn bakvið hjólið

 3. Sonja Marsibil

  8. January 2015

  Þetta gæti ekki verið flottara!!! Æ luv it!

 4. Karen Lind

  9. January 2015

  Æði :)