fbpx

HÚÐUMHIRÐA: SKYN ICELAND

BrúðkaupFerðalögÍslandMakeupPersónulegt

Í vor hafði Karin Kristjana hjá vefversluninni Nola.is samband við mig og bauð mér að prufa húðvörurnar frá Skyn ICELAND sem hún hefur þar til sölu. Þó nafnið hljómi vel að þá var ég ekkert að missa mig úr spenningi því ég er mjög íhaldssöm þegar kemur að húðumhirðu og kremum og er lítið í því að breyta til. Ég er með viðkvæma húð sem þolir alls ekki hvað sem er og því hef ég bara haldið mig við Neostrata vörurnar ( og hempfræ og olíu) og verið alsæl með það. Þið hafið einnig líklegast og vonandi tekið eftir því að ég pósta bara því sem mér þykir fallegt, sniðugt og skemmtilegt hingað inn en lítið og sama og ekkert verið að auglýsa. Ég verð þó að gera breytingu á í þetta skiptið því ég gjörsamlega elska þessar vörur sem Karin gaf mér og er orðin forfallin Skyn Iceland fan ( og Emil líka ) – og get því af heilum hug mælt með þessum vörum.

Besta auglýsingin er að sjálfsögðu ánægður neytandi/viðskiptavinur og það er ég svo sannarlega – og því vil ég láta orðið berast! Mig langar helst að prufa allar vörurnar sem henta minni húðtegund ( og mun gera það ) og svo er ég búin að sigta út þá ítölsku vini mína sem fá Skyn ICELAND pakka eftir næstu Íslandsheimsókn.

Mér þykir Skyn ICELAND vörurnar einnig vera frábær landkynning og því er alveg glæsilegt að þær séu nú fáanlegar á ferðamannastað eins og í sundlauginni á Hofsósi og fyrir norðanfólkið að þá er hægt að nálgast þær í versluninni Makeup Gallerý á Akureyri og svo að sjálfsögðu í netversluninni NOLA.is sem sendir um land allt

Vörurnar sem Karin færði mér eru þessar hér að neðan. Allar frekari upplýsingar um vöruúrval og verð er síðan að finna á slóðinni www.nola.is

Er svefnleysið og streitan farin að sjást á augnsvæðinu? Icelandic Relief Eye Pen, sem er stútfullur af K-vítamíni til að minnka dökka bauga, næringarefnum sem minnka öldrunareinkenni, appelsínubörkur minnkar þrota og íslenskur þari til að róa húðina svo að þroti, fínar línur og dökkir baugar eiga ekki séns. Einnig er augnkremið í pennanum með kælandi áhrif svo augnsvæðið verður ferskt og ljómandi.

Er svefnleysið og streitan farin að sjást á augnsvæðinu? Icelandic Relief Eye Pen, sem er stútfullur af K-vítamíni til að minnka dökka bauga, næringarefnum sem minnka öldrunareinkenni, appelsínubörkur minnkar þrota og íslenskur þari til að róa húðina svo að þroti, fínar línur og dökkir baugar eiga ekki séns. Einnig er augnkremið í pennanum með kælandi áhrif svo augnsvæðið verður ferskt og ljómandi.

 Einstaklega mildur kremhreinsir sem hreinsar burt farða og önnur óhreinindi án þess að ræna húðinni rakanum. Pure Cloud Cleanser nærir húðina með vítamínum og íslenskt jökulvatn mýkir og róar. Má nota á augnsvæðið. 100% muslin þvottastykki fylgir.

Einstaklega mildur kremhreinsir sem hreinsar burt farða og önnur óhreinindi án þess að ræna húðinni rakanum. Pure Cloud Cleanser nærir húðina með vítamínum og íslenskt jökulvatn mýkir og róar. Má nota á augnsvæðið. 100% muslin þvottastykki fylgir.

Ferskur og freyðandi andlitshreinsir sem djúphreinsar húðina án þess að ræna hana raka. Hreinsirinn inniheldur íslenskt jökulvatn og næringarefni. Glacial Face Wash er mjög mildur og hentar öllum húðgerðum. Við mælum sérstaklega með því að nota Glacial Face Mist með þessari vöru.

Ferskur og freyðandi andlitshreinsir sem djúphreinsar húðina án þess að ræna hana raka. Hreinsirinn inniheldur íslenskt jökulvatn og næringarefni. Glacial Face Wash er mjög mildur og hentar öllum húðgerðum. Við mælum sérstaklega með því að nota Glacial Face Mist með þessari vöru.

Húð sem hefur orðið fyrir skemmdum af völdum streitu tekur á sig ýmsar myndir. Þreytuleg, pirruð, flagnar, ójöfn, bólótt, stífluð og svo mætti lengi telja. Þessi virka og rakaríka formúla er stútfull af næringarefnum og er sérstaklega gerð til að vinna á skemmdum og endurnýja húðina. Notist á hverju kvöldi til að ná upp ljóma og heilbrigðu útliti.

Húð sem hefur orðið fyrir skemmdum af völdum streitu tekur á sig ýmsar myndir. Þreytuleg, pirruð, flagnar, ójöfn, bólótt, stífluð og svo mætti lengi telja. Þessi virka og rakaríka formúla er stútfull af næringarefnum og er sérstaklega gerð til að vinna á skemmdum og endurnýja húðina. Notist á hverju kvöldi til að ná upp ljóma og heilbrigðu útliti.

Miklar veðrabreytingar og mikill kuldi hefur slæm áhrif á húðina. Umhverfisáhrif eins og mengun og mikið sólarljós láta húðina eldast hraðar en ella. Pure Cloud Cream er mýkjandi og þæginlegt rakakrem sem er einstaklega létt í sér, veitir ákaflega mikinn raka, græðir og endurnýjar sérstaklega þurra og pirraða húð. Þetta krem er svokallað vind og veðrakrem, sérstaklega gert til að minnka áhrif mikils kulda og hita á húðina og veitir vörn. Pure Cloud Cream gerir húðina heilbrigðari og mýkri samstundis, þú hefur aldrei prófa annað eins.

Miklar veðrabreytingar og mikill kuldi hefur slæm áhrif á húðina. Umhverfisáhrif eins og mengun og mikið sólarljós láta húðina eldast hraðar en ella. Pure Cloud Cream er mýkjandi og þæginlegt rakakrem sem er einstaklega létt í sér, veitir ákaflega mikinn raka, græðir og endurnýjar sérstaklega þurra og pirraða húð. Þetta krem er svokallað vind og veðrakrem, sérstaklega gert til að minnka áhrif mikils kulda og hita á húðina og veitir vörn. Pure Cloud Cream gerir húðina heilbrigðari og mýkri samstundis, þú hefur aldrei prófa annað eins.

Húð sem hefur orðið fyrir skemmdum af völdum streitu tekur á sig ýmsar myndir. Þreytuleg, pirruð, flagnar, ójöfn, bólótt, stífluð og svo mætti lengi telja. Þessi virka og rakaríka formúla er stútfull af næringarefnum og er sérstaklega gerð til að vinna á skemmdum og endurnýja húðina. Notist á hverju kvöldi til að ná upp ljóma og heilbrigðu útliti.

Húð sem hefur orðið fyrir skemmdum af völdum streitu tekur á sig ýmsar myndir. Þreytuleg, pirruð, flagnar, ójöfn, bólótt, stífluð og svo mætti lengi telja. Þessi virka og rakaríka formúla er stútfull af næringarefnum og er sérstaklega gerð til að vinna á skemmdum og endurnýja húðina. Notist á hverju kvöldi til að ná upp ljóma og heilbrigðu útliti.

 

 

Detox_kit

 

 

Skyn ICELAND er einungis með endurvinnanlegar umbúðir og allar þeirrar vörur eru án parabena, petroleum, mineral olíu, súlfats og phthalate. Þær eru ekki prófaðar á dýrum og eru auk þess 100% vegan. Vörurnar eru einfaldar í notkun, veita vellíðunar tilfinningu og koma jafnvægi á húðina.

Ef ykkur langar að byrja smátt og til að fá tilfinningu fyrir vörunum að þá eru þessi litlu smekklegu kit alveg brilliant. Ég fékk detox kittið sem þið sjáið hér að ofan en það inniheldur m.a The Andidote kremið sem er mitt uppáhald. Að þvo sér á morgnanna með Glacial face mask og bera svo antidote kremið á nývaknaða húðina er algjörlega frábær byrjun á deginum. Alveg dásamlegt !

Önnur fáanleg kit eru Skin Hangover kitQuence kit – for thirsty skin – og Saving face kit sem lítur alveg rosalega vel út sömuleiðis – og öll kosta þau undir 10.000 kr.

INNKAUPALISTINN

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

 1. Alda

  28. July 2014

  Ég kann virkilega vel að meta hreinskilnina hjá þér. Mér finnst ég ekki geta treyst fullkomlega þeim sem henda hverri auglýsingunni inn af annarri.

  • Sæunn Pétursdóttir

   29. July 2014

   Sammála :)

   • Ása Regins

    29. July 2014

    Já ég skal endurgreiða öllum þeim sem verða fyrir vonbrigðum með þessum meðmælum.. hehe.. ég er alveg svona ánægð með kremin mín :-))))

 2. Þóra

  28. July 2014

  Hæ, hvar fást þessar vörur? Ég er með hrikalega viðkvæma húð og hef leitað logandi ljósi að einhverju sem ég get notað. Er með rósroða og það er alveg sama hvað ég hef prófa það virkar ekkert :( Fæ oft mjög slæm köst og er þá ein og fílamaðurinn í framan.

  • Ása Regins

   29. July 2014

   Hæ Þóra.. endilega sendu á hana Karin hjá Nola.is t.d í gegnum facebook ( https://www.facebook.com/nola.is?ref=br_tf ) og fáðu hennar álit. Ég sé að hún VIllý sem kommentar hér fyrir neðan gerði það og fékk sendar prufur. Ég þori næstum að veðja að þú verður ekki svikin, svo vel hafa þær reynst mér :-)

 3. Villý

  28. July 2014

  Rosalega góð þjónusta hjá Karin líka. Ég er með fáránlega viðkvæma húð, rósroði ofl og vil ekki kaupa eitthvað sem ég get svo ekki notað. Sendi Karin skilaboð í gegnum Facebook síðu http://www.nola.is og hún sendi mér strax prufur sem hentuðu mér.

  • Ása Regins

   29. July 2014

   Frábært að heyra Villý ! Svona á þetta að vera !! :-))

 4. Sulis and Thermae

  5. July 2018

  Nice collection… thanks for sharing…. Skyn ICELAND was born from a life-changing mission to treat and alleviate the effects of stress on skin while promoting a stress-free life full of balance, health and wellness. Their inspiration comes from nature, in the pure unspoiled natural resources of Iceland – with its mineral rich waters, antioxidant powered berries, soothing algae, replenishing mosses. Their commitment to nature is evident through the range. With packaging that’s easily recyclable and products free of parabens, petroleum, mineral oil and sulfates. Free from animal testing and 100% vegan. https://www.sulisandthermae.com/collections/skyn-iceland