Í vor hafði Karin Kristjana hjá vefversluninni Nola.is samband við mig og bauð mér að prufa húðvörurnar frá Skyn ICELAND sem hún hefur þar til sölu. Þó nafnið hljómi vel að þá var ég ekkert að missa mig úr spenningi því ég er mjög íhaldssöm þegar kemur að húðumhirðu og kremum og er lítið í því að breyta til. Ég er með viðkvæma húð sem þolir alls ekki hvað sem er og því hef ég bara haldið mig við Neostrata vörurnar ( og hempfræ og olíu) og verið alsæl með það. Þið hafið einnig líklegast og vonandi tekið eftir því að ég pósta bara því sem mér þykir fallegt, sniðugt og skemmtilegt hingað inn en lítið og sama og ekkert verið að auglýsa. Ég verð þó að gera breytingu á í þetta skiptið því ég gjörsamlega elska þessar vörur sem Karin gaf mér og er orðin forfallin Skyn Iceland fan ( og Emil líka ) – og get því af heilum hug mælt með þessum vörum.
Besta auglýsingin er að sjálfsögðu ánægður neytandi/viðskiptavinur og það er ég svo sannarlega – og því vil ég láta orðið berast! Mig langar helst að prufa allar vörurnar sem henta minni húðtegund ( og mun gera það ) og svo er ég búin að sigta út þá ítölsku vini mína sem fá Skyn ICELAND pakka eftir næstu Íslandsheimsókn.
Mér þykir Skyn ICELAND vörurnar einnig vera frábær landkynning og því er alveg glæsilegt að þær séu nú fáanlegar á ferðamannastað eins og í sundlauginni á Hofsósi og fyrir norðanfólkið að þá er hægt að nálgast þær í versluninni Makeup Gallerý á Akureyri og svo að sjálfsögðu í netversluninni NOLA.is sem sendir um land allt.
Vörurnar sem Karin færði mér eru þessar hér að neðan. Allar frekari upplýsingar um vöruúrval og verð er síðan að finna á slóðinni www.nola.is.
Skyn ICELAND er einungis með endurvinnanlegar umbúðir og allar þeirrar vörur eru án parabena, petroleum, mineral olíu, súlfats og phthalate. Þær eru ekki prófaðar á dýrum og eru auk þess 100% vegan. Vörurnar eru einfaldar í notkun, veita vellíðunar tilfinningu og koma jafnvægi á húðina.
Ef ykkur langar að byrja smátt og til að fá tilfinningu fyrir vörunum að þá eru þessi litlu smekklegu kit alveg brilliant. Ég fékk detox kittið sem þið sjáið hér að ofan en það inniheldur m.a The Andidote kremið sem er mitt uppáhald. Að þvo sér á morgnanna með Glacial face mask og bera svo antidote kremið á nývaknaða húðina er algjörlega frábær byrjun á deginum. Alveg dásamlegt !
Önnur fáanleg kit eru Skin Hangover kit, Quence kit – for thirsty skin – og Saving face kit sem lítur alveg rosalega vel út sömuleiðis – og öll kosta þau undir 10.000 kr.
Skrifa Innlegg