fbpx

Arnhildur Anna

GYM MAKEUP

Eitt geggjað combo. Gymmið og makeup!

Færslan er unnin í samstarfi með Nathan&Olsen

Ég hef mikinn áhuga á fallegri förðun og fannst ekkert smá gaman í skólanum hjá Hörpu Kára vinkonu en ég útskrifaðist þaðan í desember í fyrra. Því fannst mér tilvalið að skella í eina færslu um létt makeup fyrir æfingu sem tekur í mesta lagi 5 mínútur. Við viljum auðvitað líka vera gellur á æfingu!

Það kemur kannski á óvart en mér finnst ekkert sérlega skemmtilegt að mála sjálfa mig og ég kýs allan daginn að vera ómáluð. Eða allavega lítið máluð, svo vörurnar sem ég nota gefa mjög náttúrulegt útlit.

Ég er að elska þennan farða frá Shisheido, en áferðin er mjög létt og farðinn gefur manni frísklegt útlit. Hann inniheldur 50+ sólarvörn og er nánast vatnsheldur svo að farðinn færist ekki til í svitanum. Fullkominn á æfingar í sumar :)

Á eftir farðanum finnst mér must að bretta augnhárin og greiða augabrúnirnar. Ég lýg því ekki þegar ég segi að brettarinn minn er það allra mikilvægasta í snyrtitöskunni minni. Ég fer ekki útúr húsi án þess að nota hann! Ég fékk þennan Shisheido brettara í gjöf í fyrra og hann er sá besti sem ég hef prófað. Ég gæti ekki mælt meira með honum. Ég nota einnig augabrúnablýant frá Shisheido (í litnum Taupe) og augabrúnagel frá Gosh. Þær vörur eru einnig ómissandi að mínu mati.

Og til að setja punktinn yfir i-ið set ég smá sólarpúður á ennið og undir kinnbeinin. Ég er mjög hrifin af sólarpúðrunum frá Guerlain og ég hef notað þau í mörg ár. Mitt er í litnum 03 Natural.

 

Arnhildur Anna xx

Instagram: arnhilduranna

AFHVERJU KRAFTLYFTINGAR?

Skrifa Innlegg