fbpx

– VINKONU HELGI –

LÍFIÐ

Seinasta Helgi-3

Það eru forréttindi að eiga svona yndislegar vinkonur sem nenna að koma að heimsækja mig <3 Helgin einkenndist af tveimur frábærum dögum í Stokkholmi & svo vorum við í eina nótt í Västerås, þar sem ég á heima.

Við gerðum lítið annað en að borða góðan mat, spjalla um allt og ekkert, djammadjamma…& svo má ekki gleyma að við sjoppuðum yfir okkur.

Það eina sem ég nefndi við stelpurnar áður en þær ákváðu að koma var að við ætluðum bara að hafa þessa ferð ódýra. Það fór ekki eins og við ætluðum okkur ?

En hér koma myndir frá helginni…

Sjoppa sjoppa…

Sól laumaðist til að taka nokkrar myndir af mér borða bestu samloku heims??Einhvernveginn þá enda ég alltaf á Joe & the Juice þegar ég er í Stokkhólmi og ég fæ mér auðvitað heimsins bestu Spicy Tuna?

LRG_DSC05896

Ég stakk stelpurnar af nokkrum sinnum, ég er alltaf á hlaupum. Ég hef engann tíma í neitt rölt…neinei. Skemmileg vinkona…Jájá.

Ég keypti mér ný sólgleraugu. Hélt ég væri algjör gella. Svo sá ég þessar…

Þið komuð nú samt með mörg frááábær caption í gegnum instagram.
Þessi 3 voru best: ?
– Västerås couldnt handle her so she ran away to Stockholm⁣
– On my way to steal your man ⁣
– No paparazzis pls ?

Sólgleraugun fengu að fjúka á einni ?⁣ sem er aðeins skárra að sjá…ég þarf að fara að læra að pósa með svona gellu sólgleraugu.

KASAI

Var svo óóótrúlega góður veitingastaður! Við pöntuðum okkur nokkra rétti til að deila & sötruðum á allskonar ljúúúffengum kokteilum.

IMG_6298IMG_5065IMG_5063

MAHALO

Óóó elskulegi Mahalo, I like U! Ég hef áður skrifað um staðinn en ég gæti ekki mælt meira með. Við prófuðum núna að fara á Mahalo í Södermalm & það var æði! Ég fékk mér sætkartöfluskál með chilimajo, vegan baconi og parmesan minnir mig.

JIDÚDDA svo gott!

Ég fór í fallegustu Gina Tricot sem ég hef farið í sem er staðsett í södermalm, þið þangað! Þar keypti ég dress kvöldsins…

Þessar tvær eru ekkert eeeeðlilega sætar!

Við borðuðum á Nybrogatan 38. Við vorum missáttar með matinn en þjónustan var frábær <3

Svo var dansað á skemmtistaðnum VIDA!

Á sunnudeginum var ferðinni haldið til Västerås & það var ekkert annað í myndinni en að hafa það kosy, borða Bruchetta ala Tómas & Arna, spjalla & horfa á mynd.

STEAM HOTEL
(vinnustaðurinn minn)

Við byrjuðum mánudagsmorguninn á besta morgunmat Svíþjóðar.
Sjáið líka hvað þau tóku vel á móti okkur ? <3

<3

IMG_5271

Maður getur ekki verið sætur á öllum þessum 362518 myndum sem við tókum…? þið kannist öll við það er það ekki??

Takk aftur fyrir þessa yndislegu heimsókn stelpur <3 <3 elskykkur

img_5331

Takk fyrir að lesa færsluna kæri lesandi ❤

Hvað er gaman að gera í stokkhólmi?
!!!Hér hefurðu heila færslu með frábærum hugmyndum fyrir helgarferð í Stokkhólmi.!!!

Ef þú ætlar að skella þér í helgarferð til bestu Stokkhólm, þá er væri nú gaman fyrir þig/ykkur að kíkja á Steam Hotel (vinnustaðinn minn) í eina nótt (& segja hæ við mig).

Knús & eigðu gott kvöld,

ArnaPetra (undirskrift)

- SEINUSTU DAGAR -

Skrifa Innlegg