fbpx

VIÐ GERÐUM ÞETTA BARA?!?!

YOUTUBE

 

Hæ&hó! Arna hér??‍♀️

Núna verð ég að fá að spóla aðeins til baka & segja ykkur frá lífinu í sóttkví . . .

Við Tómas (kærastinn) gátum ekki hugsað okkur að sitja & horfa á sjónvarpið allan daginn alla daga þannig að við ákváðum að gefa kofanum úti í garði nýtt líf. Það var hörku vinna framundan & við tókum þessu mjög alvarlega!

Við eyddum hverjum einasta degi & hverri einustu mínútu í sóttkví í þennan blessaða kofa. 

Blóð, sviti & tár ef ég á að vera alveg hreinskilin við ykkur.

 Á meðan Tómas lagði blóð, svita & tár í þetta verkefni þá sat ég hér tímunum saman að klippa myndband & borða páskaegg. kosy! 

. . . ég sem var að enda við að segja að ,,VIÐ’’ hefðum eytt hverri einustu mínútu í kofann ?
Neinei ég lifði í þessari rólu ???

Kofinn varð að drauma kaffi – setu – lestrar – getaway-i. Vó flókin setning en þið skiljið. Þarna fer maður til að gleyma öllu sem er í gangi í lífinu, hugleiða, lesa bók, drekka kaffi eða jafnvel opna einn ÖL.

Næs, ha?

Ef þið viljið fylgjast enn betur með framkvæmdunum þá getið þið horft á þetta glæsilega myndband sem ég gerði. Tók mig ekki nema marga sólarhringa að edita þetta myndband ? Ég vona að þið gefið ykkur tíma til að horfa<3 & endilega segið mér svo hvað ykkur finnst!

Eigðu gott kvöld kæri lesandi.

KNÚS,

 

 

 

 

 

HÆ TRENDNET!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Svana

  6. May 2020

  Hversu miklir snillingar eruði!! Hahaha mjög skemmtilegt video og gaman að sjá allt ferlið! ??
  Vel nýtt sóttkví:)

  • Arna Petra

   6. May 2020

   ?♥️ TAKK & takk fyrir að horfa Svana☺️