fbpx

UPPÁHALDS Á YOUTUBE

YouTube er SNILLD bæði til að læra eitthvað nýtt & einnig til að fylgjast með allskonar fólki úti í heimi.
Hér eru 7 rásir/channel sem ég fylgist mest með núna…

(ég fylgist reyndar lang mest með Svíunum en þið hafið kannski engann áhuga á því ef þið kunnið ekki tungumálið)

https://www.youtube.com/channel/UCnQhwPVwcP-DnbUZtIMrupw

Ég er nýbúin að uppgötva þessa einlægu & skemmtilegu stelpuskottu. Hún gerir allskonar myndbönd tengd tísku, DIY, hún sýnir frá því þegar hún gerir upp íbúðirnar sínar (hún er alltaf að flytja) & ég ELSKA þannig myndbönd. Hún er búsett í NY & ég get ekki beðið eftir því að sjá meira frá lífinu í NY um leið & ástandið verður betra.

https://www.youtube.com/channel/UCWkDFq1pO7YNzifE3A4UsMA

SÚPERMAMMA með allskonar tips & tricks. Ég elska til dæmis að fá tísku inspo frá henni þar sem hún kemur alltaf með skemmtilegar tískuhugmyndir inn á milli þess að sýna frá lífinu sínu.

https://www.youtube.com/channel/UCAHufvd02viJSRdt3ojdPOg

Sara’s Day. . . þú verður að fylgja henni. Heilsunördi sem einhvernvegin nær alltaf að peppa mig. Núna eru þau með svona Renovation Seríu þar sem þau eru að sýna frá öllum framkvæmdum á nýja húsinu.

https://www.youtube.com/channel/UC-CZmKnJbjGWAzJd6cIVUMg

Það var einhver sem mældi með þessari fyrir einhverju síðan þegar mig vantaði nýja til að fylgja. Hún er mjög spiritual, yogalover, pælari, tilfinningavera, skipulögð, dagbókarskrifari (👍🏻) & kaffi áhugakona. Í hverju myndbandi þá sýnir hún frá vikunni sinni.

https://www.youtube.com/channel/UCmh5gdwCx6lN7gEC20leNVA

Myndböndin hans eru yfirleitt bara 5 mínútur en stútfullar af RUGLI . . . skemmtilegu & fyndnu rugli. Ég elska myndbönd sem eru hnitmiðuð & í styttri kantinum eins & hans.

https://www.youtube.com/channel/UC78cxCAcp7JfQPgKxYdyGrg

Hún er einn rugludallur! Ég fylgist ekki beint með henni en ég horfi stundum á eitt & eitt myndband með henni þegar ég er í Emmu stuði.

https://www.youtube.com/channel/UCce7vvR81qpuXqFfICoKw1g

& svo síðast en ekki síst Living to DIY! Hún er geggjuð & svo gaman að horfa á svona myndbönd til að fá allskonar hugmyndir.

Ekki hika við að kommenta hér fyrir neðan eða senda á mig ef þú mælir með ehv skemmtilegum á YT. Svo er ég líka með nokkra Svía sem ég elska að fylgjast með, þið sem viljið fylgjast með þeim megið endilega senda á mig á instagram & ég sendi á ykkur.

Instagram: arnapetra 

Kæri lesandi, takk fyrir að lesa & eigðu yndislega helgi
(á YouTube eða í sólinni)

KNÚS,

SÓLRÍK HELGI Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg