Eigum við að ræða það eitthvað hvað svefn er mikilvægur??
Núna seinasta mánuðinn hefur Emilía tekið uppá því að vakna ansi oft á nóttunni 🥴 hún sem var svo dugleg að sofa á nóttunni fyrstu mánuðina þannig þetta er að taka mikið á okkur fjölskylduna að fá svona lítinn svefn. Það fer ekki á milli mála að þetta er einhverskonar tímabil þar sem hún er áberandi að stækka & þroskast! Mig grunar að þetta sé 4 month sleep regression …
(ég veit að margir foreldrar eru að upplifa svefnleysi & kannski frá fæðingu & jafnvel í mörg ár en ég er bara að segja ykkur frá minni upplifun <3 þegar kemur að svefn þá er það yfirleitt erfitt þó barnið vakni 2x eða 8x eða 15x)
Ég er búin að vera að lesa mikið Draumaland bókina eftir Örnu Skúladóttur & hún hefur hjálpað mér mikið. Það eru svo ótrúlega mörg góð tips þar & ég er mjög dugleg að taka upp bókina & glugga í kafla sem eiga við. Svo hef ég verið að nota app sem heitir Huckleberry & það hefur bókstaflega bjargað okkur mæðgum. Þar skrái ég hvenær Emilía fer að sofa á daginn & hvenær hún vaknar & appið les í það hversu lengi hún nær að vaka áður en hún fer í yfirsnúning. Emilía nær nefnilega ekki að sofna sjálf þess vegna verð ég að fylgjast með því hvað hún er búin að vaka lengi til þess að koma í veg fyrir þennan yfirsnúning sem er alls ekki skemmtilegur fyrir hana né mig & af því að ég get ekki munað hvenær hún vaknar & hvaða brjóst hún tók seinast 🥴 þá er Huckleberry appið að hjálpa mér með að muna það
En núna er ég hreint út sagt eitt stykki BUGUÐ mamma, ég er það buguð að ég næ ekki að leggja mig eða sofna á kvöldin. Ætli ég sé ekki bara líka að upplifa yfirsnúning eins & Emilía mín. Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef ekki gefið mér mikinn tíma til þess að skrifa hér á blogginu. Þegar maður fær ekki nægan svefn þá er orkan lítil sem engin. Dagarnir mínir snúast núna um það að næra mig, drekka mikið vatn & halda mér í jafnvægi til þess að halda brjóstamjólkinni & vera til staðar fyrir stelpuna mína. Vonandi líður þetta hjá & hún fer að sofa betur
Þið megið gefa mér tips til að fá betri nætursvefn ef þið eruð með einhver.
Instagram: arnapetra
YouTube: Arna Petra
Skrifa Innlegg