Í gær þá póstaði ég á YouTube þætti nr. 2 af framkvæmdarseríunni. Í myndbandinu þá sjáið þið ennþá meiri breytingu & hversu ótrúleg vinna þetta er & jáá kannski fínt að nefna að þetta er aðeins meiri vinna en við bjuggumst við. Þið kannist örugglega við það, þið sem eruð í eða hafið farið í framkvæmdir það kemur alltaf eitthvað uppá, seinkun á hinu & þessu, ikea LOKAR – ÆÆ þið vitið.
Ég er samt sem áður svo ótrúlega þakklát fyrir alla þessa snillinga sem eyddu ég veit ekki hvað mörgum klukkutímum í að hjálpa okkur <3 & svo var ég auðvitað bara á hliðarlínuninni, kasólétta klappstýran … ég sá allavega til þess að allir fengu kaffi, vatn & bjór. En ég hefði mátt vera duglegri með bjórinn samkvæmt Tómasi
En hér getið þið horft á þátt 2 af Framkvæmdaseríunni Leyfið ykkur að slaka á uppí sófa í 10 mínútur eða klukkutíma & horfið á YouTube, við erum flest á fullu í desember en það er líka mjög mikilvægt að setjast aðeins niður & leyfa sér að slaka.
Sæktu þér heitt kakó & ýttu á PLAY! –
TAKK fyrir að horfa & hafðu það sem allra best yfir hátíðarnar kæri lesandi
KNÚS,
Skrifa Innlegg