fbpx

SUNCARE ER SKINCARE

2022FERÐALÖGHÚÐIN MÍNSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi með skincareklúbbnum

TÖLUM UM SÓLARVARNIR eða réttara sagt húðvarnir 🌞🏖👙🐚🌴

Vissir þú að meira en 80% af öldrunarmerkjum húðarinnar stafa af útfjólubláum geislum & mengun?

Ég verð alltaf hissa þegar ég heyri minnast á hvað þetta hefur mikil áhrif á húðina okkar & það er mjög gott að fá áminningu reglulega að mér finnst. Maður á það til að gleyma sér.

Hér í þessari færslu ætla ég að tala um hvað við fjölskyldan höfum verið að nota á bæði andlit & líkama …

👶🏼 Fyrir Emilíu:

Vichy Capital Soleil Baby Sun spay SPF50. Fyrir andlit & líkama. Sólarvörnin er í spreybrúsa & er mjög þægileg í notkun. Hún er vatnsheld & sterk vörn gegn UVB & UVA geislum.

Fæst hér.

👩🏼‍❤️‍💋‍👨🏽👩🏼‍🤝‍👨🏽 Vörn fyrir okkur Tómas:

Vichy Capital Soleil hydrating water SPF30 fyrir andlit & líkama. Ég nota það samt bara á líkamann af því að ég vil sterkari vörn fyrir andlitið. Formúlan er sérstaklega létt og fer hratt inn í húðina, hún inniheldur Hyaluronic sýru sem djúpnærir húðina og fyllir hana af raka.

Fæst hér.

Fyrir andlitið 👉🏻

Capital Soleil UV Age Daily SPF 50. Þessi sólarvörn er partur af minni húðrútínu 🧖‍♀️

Vissir þú að UVA geislar sólarinnar eru hættulegustu UV geislarnir? Þeir ná í gegnum ský og jafnvel glugga. UVA geislar flýta fyrir öldrun hennar og einkennum eins og hrukkum og litablettum.

Til að koma í veg fyrir ótímabær einkenni öldrunar í húðinni er nauðsynlegt að nota breiðar húðvarnir daglega. Formúlan er ekki klístruð, skilur ekki eftir sig hvítt endurkast og er góður grunnur undir förðunarvörur.

Fæst í Lyfju.

Pössum okkur & notum sólarvörn 🤍 Ekki bara þegar við förum erlendis.

ArnaPetra (undirskrift)

HÆ FRÁ KANARÍ - SPURT & SVARAÐ

Skrifa Innlegg