fbpx

STÓR DAGUR!

2020LÍFIÐMEÐGANGAN

Í gær var mjög stór dagur í lífi okkar Tómasar!

Á meðan ég fór í 20 vikna sónarinn þá tók Tómas sitt allra seinasta próf í flugnáminu úti í Svíþjóð. Honum gekk mjög vel & svo gekk 20 vikna sónarinn líka mjög vel. Hversu yndislegt að vera komin með eitt stykki atvinnulausann flugmann eins & hann kallar sig & svo eigum við von á heilbrigðu barni <3

  Eftir að Tómas fékk skírteinið sitt þá brunaði hann strax til DK til systur sinnar & fjölskyldu. Þau tóku svo vel á móti honum & fögnuðu þessum áfanga með búbblum & PIZZU ??  hann heppinn með þau!

Þrátt fyrir að hafa viljað ganga í gegnum þennan fyrsta helming meðgöngunnar saman að þá horfum við bara á það jákvæða í þessu öllu saman. Þetta er alls ekki búið að vera auðvelt en núna er Tómas lagður af stað heim með Norrænu & þá getum við byrjað að undirbúa lífið með lítið kríli.

Planið mitt núna er að halda mér upptekinni svo tíminn líði nú hratt á meðan Tómas er í Norrænu & svo í sóttkví … svo ég þurfi ekki að hugsa 24/7 um þetta umslag með kyninu sem þið sjáið þarna á myndinni.

Ég hlakka svo til sýna Tómasi kúluna & leyfa honum að finna fyrir hreyfingum!!
það verður eitthvað … ? Lífið er ljúft ?

Takk fyrir að lesa & góða helgi kæri lesandi!

KNÚS,

DAGUR Í MÍNU LÍFI

Skrifa Innlegg