fbpx

SKIPULEGGJUM OKKUR

2022LÍFIÐMARKMIÐMARKMIÐ & BULLET JOURNALSAMSTARF
Ég sé um samfélagsmiðla fyrir Reykjavík Letterpress & aðstoðaði við þróun á vörunum  –

DAGBÆKUR

Ég verð að viðurkenna að ég vil yfirleitt byrja árið á nýrri dagbók og ég hef líklegast prófað 20 mismunandi dagbækur yfir ævina. Það er eitthvað svo ótrúlega næs og góð tilfinning að opna nýja bók … EN ég endist ekki lengi og hef aldrei gert þó ég reyni á hverju ári  🙉

En svo varð MEMO línan til.

M E M O

MEMO er skipulagslína sem hjálpar þér að muna hvað þarf að gera, hvað þarf að kaupa í búðinni og gefur þér yfirsýn yfir verkefni vikunnar. Ég hef notað þessar skipulagsblokkir lengi og ég gæti mögulega ekki mælt með neinu eins mikið og þessu. Ég elska líka að þetta tengist engri dagsetningu eða mánuðum heldur er alltaf hægt að hætta að nota í smá tíma og grípa í aftur án þess að fá samviskubit yfir auðum blaðsíðum…þar sem það verða engar auðar blaðsíður 💯

Ég ætla að sýna ykkur betur hvað leynist í MEMO línunni ef þú lest aðeins lengra …

V I K A 

Vikublokkin vinsæla sem hefur verið uppseld lengi er komin aftur en í uppfærðri útgáfu. Ég elska nýja lúkkið! Hér sérðu dagana og neðst geturðu skrifað lista yfir það sem þarf að gera yfir vikuna sem er síðan hægt að raða niður á dagana. Svo bara CHECK í kassann. Það er best. Svo sérðu að efst uppi geturðu skrifað dagsetningarnar.

Vikublokkin fæst hér.
Verð: 2.400 kr

B Ú Ð I N

Innkaupalisti … er nauðsyn á öllum heimilum. Ég er þannig týpa að ég þarf helst að skrifa allt niður á blað annars bý ég bara til aðeins of margar möppur í notes. Þessi listi á bara að vera uppá borði fyrir alla til þess að skrifa á. Það er alveg hræðilega leiðinlegt að fara í búðina og vita ekki hvað maður á að kaupa eða hvað vantar. Þessi listi er hjálplegur þegar kemur að því 🛒🥬🌶🌽🥑🥖🥞

Innkaupalistinn fæst hér.
Verð: 1.200 kr

M U N A 

Muna minnisblokkin er vara sem ég nota lang mest. Ég elska að hafa svona ckecklista fyrir framan mig. Bæði á meðan ég er að vinna og þegar ég er með of mikið af hlutum sem ég þarf að gera, þá fer það beint á MUNA listann minn og allt í einu verður allt mun skýrara. Tómas minn elskar þennan lista líka og notar mikið.

Ég myndi segja að ég nái að afkasta miklu meira yfir daginn ef ég er búin að skrifa niður lista. Það besta er síðan að tjekka í boxin.

Minnisblokkin fæst hér.
Verð: 1.200 kr

V I K A    G O R M U Ð

Gorma vikubókin er glæný viðbót í MEMO. Hún heldur utan um vikuskipulagið og auðveldar að fletta í gegnum verkefni liðinna vikna. Mamma stakk upp á þessu formi þar sem hún er vön að vinna við tölvu og að þetta væri fullkomin stærð til þess að hafa hjá tölvunni. Sem er bara hárrétt hjá henni. Mjög hentugt.

Viku gormabókin fæst hér.
Verð: 3.400 kr

M E M O    L Í N A N

Þú getur skoðað MEMO línuna í heild sinni á letterpress.is.

Ég vona svo innilega að þið eigið eftir að elska þessa línu eins mikið og ég 💜 þetta er búið að vera svo skemmtilegt verkefni sem ég er svo heppin að fá að gera með henni mömmu minni (Besti BOSS 💪🏻).

ArnaPetra (undirskrift)

ÍSLENDINGAR Á YOUTUBE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    24. March 2022

    Váá þetta eru snilldarvörur! kveðja þessi sem getur heldur ekki notað dagbók haha;)