fbpx

NÝR KAFLI

2022SVÍÞJÓÐ

Kommersiell Fotograf

Ég man svo vel eftir því þegar ég skoðaði námið þegar ég bjó í Västerås & þá hugsaði ég … vá hvað þetta nám kallar á mig. Ég hafði þá & nú litla trú á því að ég myndi nokkurn tíman komast inn án þess að hafa einu sinni prófað að sækja um. En á þessu ári ákvað ég að sækja um. Ég komst í 40 manna úrtak & við tók 2 daga teams inntökupróf. Ég flúði ein uppí bústað til að fá 100% frið en ákvað samt að taka herra Bósa með. Það var mjög fyndið, ég að reyna að blaðra á sænsku & Bósi gelti í bakgrunn. Hann var heldur ekkert að skilja sænskuna mína held ég. Í lok júní fékk ég þær fréttir að ég hafi komist inn í skólann. VÁ hvað mér brá.

Já í lok júní! Þá þurftum við að taka ákvörðun … ætlum við að flytja til Svíþjóðar eftir minna en 2 mánuði?? Sú ákvörðun var ekki auðveld en ég held að við séum að gera rétt. Ég er búin að eyða síðustu vikum í að finna húsnæði & grátbiðja um leikskólapláss. Þetta er allt saman réttri leið.

Ég sit hér ein í flugvélinni á leiðinni til Stokkhólms. Ég get ekki hætt að hugsa um það að ég verði alein í næstum 2 vikur. Engin Emilía til að hlaupa á eftir & enginn Tómas til þess að knúsa. Skólinn byrjar á mánudaginn, þess vegna varð ég að drífa mig út. Tómas þarf að klára vinnu & Emilía fær ekki leikskólapláss strax þannig hún fær að vera pabbastelpa & með ömmum & öfum aðeins lengur. Heppin hún. Hún er í góðum höndum. Skrifa ég skælandi. Ég sakna hennar strax.

Það er ekki langt í þau 🤍 ég hlakka til að fá fjölskylduna mína út & byrja nýjan kafla saman.

Yfir & út –

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

3 TIPS: SVO FLÍKIN ENDIST LENGUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Aníta Carter

    23. August 2022

    Oh hvað þetta er geggjað! Innilega til hamingju með þetta, verður gaman að fylgjast með þér úti!! my fav youtuber😍