Um helgina náðum við loksins að fagna Tómasi mínum sem er búinn að klára heldur stóra flugáfanga uppá síðkastið. Í ágúst í fyrra þá varð hann atvinnuflugmaður en við náðum ekki að halda veislu útaf svolitlu. En núna í byrjun Júlí þá kláraði Tómas flugkennarann & þá var þrefalt tilefni til þess að halda veislu þar sem hann átti líka afmæli á sunnudeginum.
Emilía var eldhress í partýinu & vakti til 22 sem hún er ekki vön að gera.
Veitingarnar voru 👌🏻
🖤 & fólkið var 👌🏻
Bósi litla ballerína lét sig sko aldeilis ekki vanta. Honum var reyndar smá kalt með svona lítinn feld elsku kallinn 😄
Kjóll: MANGO (gamall)
Skór: JoDis
Við dönsuðum síðan fram á kvöld með nánustu fjölskyldu & vinum. Þið sem fylgið mér á IG sáuð kannski tengdapabba & mömmu taka sporið 😅 Virkilega hæfileikarík bæði tvö. En þetta kvöld mun ég seint gleyma, það var SVO gaman!
Til hamingju aftur Tómas minn ❣️ þú hættir ekki að sýna & sanna að maður getur gert allt sem maður vill. Núna er það bara að vinna & safna til þess að láta drauminn rætast einn daginn 🇸🇪
Instagram: arnapetra
YouTube: Arna Petra
Skrifa Innlegg