fbpx

MUN ÞETTA LÍÐA HJÁ?

2021EMILÍA BIRNA

Er henni illt i maganum? Er ég að borða eitthvað sem fer illa í hana? Er hún svöng? Er henni kalt eða er henni heitt? Þarf að skipta á henni? Er þetta bakflæði? Þarf hún að prumpa eða kúka? Er þetta vaxtarkippur? Er ég að gera eitthvað rangt? Mun þetta líða hjá? Eða hvað … 😫 Þetta flýgur í gegnum hausinn minn á hverjum degi.

Þessi seinasta vika er búin að reynast mér mjög erfið. Það tekur á að sjá litlu stelpuna okkar líða svona illa 😔  Þetta er alltaf á svipuðum tíma yfir daginn þar sem hún grætur & grætur & það er ekkert sem nær að hugga hana – hún vill ekki einu sinni sjá brjóstið þegar henni líður svona. Ég ætla að reyna að fara jákvæð inn í þetta tímabil af því að það er allt svo miklu erfiðara þegar maður er stressaður & neikvæður.

SKIN TO SKIN
Ég er að fá svo mikla & góða hjálp frá yndislegu frænku minni sem er að skoða þetta munstur hjá Emilíu.

Núna þá ætla ég að vera dugleg að gefa mér tíma til þess að vera með Emilíu svona … skin to skin. Þar líður henni vel & hún róast þvílíkt á því að liggja svona hjá mér. Alveg eins & fyrstu vikurnar þá var ég alltaf með hana svona á bringunni. Ég mæli líka með því að hlusta á þennan hlaðvarpsþátt hjá Kviknar þar sem þau tala um afhverju það er gott að hafa barnið skin to skin. Svo er ég með þennan playlista í gangi.

Ástæðan fyrir því að mig langaði að gefa Update hér er af því að ef það eru fleiri sem eru að upplifa þetta þá vil ég bara að þið vitið að þið eruð ekki ein þó mér líði nú reyndar eins & ég sé alein í heiminum 🙈

En ég hafði hugsað mér að skrifa síðan aðra færslu eftir einhvern tíma & tala um það sem virkaði fyrir okkur … ef það er nú eitthvað sem virkar 🤞🏻🤍 

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

TVEGGJA MÁNAÐA

Skrifa Innlegg