fbpx

MÖMMUSPJALL: MBL

2021LÍFIÐMEÐGANGAN

Mbl spurði mig á dögunum út í mömmulífið. Margar hverjar persónulegar & skemmtilegar:) Lesið hér fyrir neðan …

Finn­ur þú fyr­ir mikl­um breyt­ing­um á lífi þínu núna þegar þú ert orðin móðir og hvernig mamma lang­ar þig að vera? 

„Ég var ekki beint með ein­hver svaka­leg framtíðar­plön en það að verða mamma 23 ára var ekki eitt­hvað sem ég var búin að sjá fyr­ir mér.  Um leið og ég sá já­kvætt þung­un­ar­próf þá fann ég strax hvað mig langaði ekk­ert meira en að verða mamma og að þetta væri ein­mitt full­kom­inn tími.“

„Ég vil vera hressa mamm­an eins og mamma mín. Hún er fyr­ir­mynd­in mín, alltaf hress og tek­ur öll­um opn­um örm­um. Ég vil ekk­ert vera að taka hlut­un­um neitt alltof al­var­lega þó við Tóm­as ætl­um klár­lega að setja niður skýr­ar regl­ur þegar Em­il­ía eld­ist. Ég vil að Em­il­ía horfi á mig sem mömmu og vin­konu. Að hún geti alltaf leitað til mín og fundið fyr­ir ör­yggi. Þannig líður mér gagn­vart mömmu minni,“ seg­ir Arna Petra.

Hvernig gekk meðgang­an?

„Meðgang­an gekk eins og í sögu. Mér leið mjög vel, fann fyr­ir smá þreytu í upp­hafi en slapp al­veg við ógleðina. Það hræddi mig mikið fyrstu vik­urn­ar að hafa fundið fyr­ir litl­um ein­kenn­um þannig að ég fór tvisvar í snemm­són­ar sem róaði mig mikið. Ég fór á sjöttu og ní­undu viku og allt var al­veg eðli­legt. Ég tók líka reglu­lega óléttu­próf aft­ur til þess að láta mér líða bet­ur sem ég vissi í raun­inni ekk­ert hvort það hafi verið áreiðan­legt. Svona verður maður heltek­inn af þessu,“ seg­ir Arna Petra og tek­ur fram að þetta hafi verið skrýtið því fyrstu vik­ur ólétt­unn­ar hafi hún verið út í Svíþjóð þar sem Tóm­as stundaði nám, langt frá vin­um og fjöl­skyldu.

„Ég vildi ekki segja fólk­inu mínu í gegn­um síma þannig að ég beið eft­ir því að segja þeim þar til að ég var kom­in heim. Þess­ar fyrstu vik­ur voru mjög lengi að líða og mér leið eins og ég væri al­ein í heim­in­um að bera stærsta leynd­ar­mál sem ég hef nokk­urn tím­ann geymt,“ seg­ir Arna Petra og er hand­viss að þegar hún verður ólétt næst þá ætl­ar hún að segja sín­um nán­ustu strax frá því og seg­ir að ef eitt­hvað ger­ist þá verða þau til staðar.

Eft­ir tólftu viku flaug tím­inn frá mér. Ég var ekki al­veg að tengja við mömm­urn­ar sem voru að far­ast úr spennu og óþol­in­mæðin al­veg að gera útaf við þær. Ég var sultuslök og fannst smá eins og ég ætti eft­ir að gera heil­an hell­ing áður en hún myndi koma. Svo var ég búin að ákveða að ég myndi fara 2 vik­ur framyf­ir þar sem flest all­ar sögðu að það myndi ger­ast með fyrsta barn. Ekki grunaði mig að hún myndi síðan mæta 10 dög­um fyr­ir sett­an dag.“

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„Þegar Em­il­ía vakn­ar þá spjall­ar hún yf­ir­leitt út í loftið og ég kíki svo yfir í rúmið henn­ar og fæ þetta breiðasta fal­leg­asta bros sem til er. Alla morgna! Það hef­ur ekki klikkað hingað til. Svo færi ég hana yfir í mitt rúm og leyfi henni að sitja hjá mér af því að ég nenni alls ekki að standa upp strax.

En við tök­um því bara ró­lega, ég er yf­ir­leitt ennþá á nátt­föt­un­um en hún fer í föt­in fyr­ir dag­inn eft­ir að ég skipti á henni. Svo fáum við okk­ur að borða sam­an. Ég elska þess­ar stund­ir á morgn­ana. Við hlust­um mikið á tónlist og hún dill­ar sér í stóln­um við upp­á­halds lög­in. Svo leik­um við aðeins áður en við tök­um morg­un­göngu­túr­inn. Þegar hún sofn­ar fer ég inn og fæ mér fyrsta kaffi­boll­ann í ró­leg­heit­um,“ seg­ir Arna Petra og seg­ist spennt að vakna í fyrra­málið eft­ir þessa frá­sögn sína.

Þetta var hluti af viðtalinu en þú getur lesið það í heild sinni hér

Takk fyrir að lesa <3

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

HALLÓ MALMÖ

Skrifa Innlegg