HVERSDAGSLEIKINN HJÁ HJÖLLA
Hjörleifur Steinn, kallaður Hjölli er unnusti Fríðu Karenar sem er systir Tómasar sem er kærasti minn.
Var þetta nokkuð flókið??
Ég á nefnilega oft erfitt með svona … þið ættuð að sjá svipinn á mér ef einhver segir svipað & þetta: já þetta er vinur bróður systur mömmu pabba 😂
En allavega, þá er ég búin að þekkja hann Hjölla í mörg ár & mér fannst tilvalið að fá að spjalla við hann þar sem hann vinnur við ótrúlega skemmtilegt starf & svo á hann líka virkilega skemmtilega & fallega fjölskyldu.
Kynnumst Hjölla betur …
Við hvað starfar þú & hvað felst í þínu starfi?
Ég er búinn með BA í félagsráðgjöf & starfa sem forstöðumaður í félagsmiðstöð þar sem ég ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 – 16 ára. Ég held utan um starfsmennina & sé um skipulag sem getur verið margvíslegt eins og til dæmis opið starf og eða hópastarf. Ég hef verið með margvísleg hópastörf eins og til dæmis fjölmiðla hópa þar sem unglingarnir eru að læra að taka upp, klippa myndbönd, skrifa fréttir og fleira. Helsta markmiðið er að vinna með félagsfærni og að valdefla unglingana. Ég er síðan í miklum samskiptum við helstu samstarfsaðila sem er skólinn, foreldrar og í okkar tilviki bókasafn og sundlaugar.
Það er einmitt eitt það skemmtilegasta við vinnuna mína og enginn dagur er nákvæmlega eins. Ég byrja alla mína daga á því að fara með töskuna inná skrifstofu og heilsa upp á yndislega fólkið sem deilir með okkur skrifstofurými. Ég fæ mér síðan einn kaffibolla og vinn í tölvunni sem er afar fjölbreytt eins og plana vaktir, setja saman auglýsingar og dagskrár, samþykkja reikninga og alls konar skrifstofu stöff. Dagbókin mín er síðan mjög pökkuð af alls konar fundum. Þetta eru stöðufundir með samstarfsfélögum og einnig húsfundir.
Ég var til dæmis fenginn með í þróunarverkefni þar sem við erum að vinna að heildrænni fræðslunálgun fyrir unglinganna, starfsfólk og foreldra sem er mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni. En skemmtilegasti partur vinnunnar er að vera í opnun. Hvort sem það er með 10-12 ára aldrinum eða unglingunum að þá er svo gaman að vera á gólfinu og eiga í samskiptum við hress og skemmtileg börn, unglinga og auðvitað samstarfsfélagana líka.
Hvað kemur þér í gott skap?
Það er rosalega margt sem kemur mér í gott skap. Góður félagsskapur, skemmtileg tónlist, SÓL og sumar (eins gott að það sé ekki það eina miðað við veðrið). Ég reyni að hafa áhrif á skapið mitt þar sem það er allt miklu auðveldara og skemmtilegra þegar maður er rétt stemmdur!
Hvað er það allra leiðinlegasta sem þú gerir?
Ömurlega lélegt svar en mér finnst mjög fátt leiðinlegt – auðvitað sumir hlutir misskemmtilegir en ég tel að þetta sé allt rosalega mikið hugarfar. Ef ég ætti samt að velja eitthvað eitt að þá finnst mér örugglega leiðinlegast að sópa upp perlur.
Ég sæki innblástur héðan og þaðan – frá samstarfsfélagar mínum bæði núverandi og fyrrverandi. Frá pabba mínum en það er einstaklingur með stórt hjarta og er alltaf tilbúinn til þess að veita hjálparhönd. Unnusta mín veitir mér einnig mikinn innblástur með dugnaði sínum og samviskusemi.
Ég sæki líka innblástur í það hversu mikil áhrif ég get haft á fólkið í kringum mig. Bæði heima og í vinnunni er ég í þeirri stöðu að ég get gefið af mér og gert daginn hjá fólkinu mínu kannski aðeins betri. Ég fyllist innblæstri af þeirri vitneskju og reyni alltaf mitt besta að hafa jákvæð áhrif. Vona að þetta meiki sens, stutta svarið VERTU BARA NÆS!
Það sem ég hef alltaf unnið út frá bæði með unglingum og svo samstarfsfólki er að vinna með öllum á jafningagrundvelli og vera góður hlustandi. Þannig myndast traust tengsl og virðing og það er góður grunnur fyrir allt annað sem gæti komið upp, jákvæðar og skemmtilegar stundir eða erfið samtöl og þannig.
Komdu þér svo bara reglulega út fyrir þægindarammann og reyndu aðeins á þig, það heldur mér allavegana á tánum og svo kem ég mér bara á óvart hversu megnugur maður er og ramminn stækkar.
Takk Hjölli fyrir gott spjall ❣️
Þið getið fylgst betur með Hjölla Hér.
Skrifa Innlegg