Góðan daginn kæri lesandi, mannstu þegar ég skrifaði um kósý rigningar sunnudaginn? JÁ ég er komin með nóg af þessari rigningu núna😄 Má óska sér smá sól?
EN lífið seinustu daga er búið að vera ansi skemmtilegt þrátt fyrir rigninguna & langaði mig að taka það saman hér á blogginu …
Við Emilía erum svo spenntar fyrir þessum sund mánuði. Við Fríða Karen (systir Tómasar) fórum saman með börnin í fyrsta ungbarna sundtímann. Það kom mér ekkert smá mikið á óvart hvað þau eru sterk! Ég er svo ánægð að hafa fengið pláss hjá Snorra þar sem ég hef heyrt mjög góða hluti.
Mánaðarmiðarnir sem við mamma gerðum fást í NineKids (samstarf)
Emilía mín varð 5 mánaða … 5 MÁNAÐA?? Við erum að tala um það að hún verður hálfs árs eftir 1 mánuð. Ég hef aldrei upplifað tímann líða eins hratt & hann gerir núna.
Við Tómas fórum á heima deit á meðan var Emilía hjá ömmu sinni.
Blazer: Noomi
Kjóll: Noomi (uppseldur)
Taska: Noomi
Skór: H&M (Sá að þeir voru til í H&M í smáralindinni um helgina)
Á laugardaginn kíkti ég í útskrift hjá Sól & tvíburabróður hennar Sölva. Ég hoppaði í blómóttan kjól & mætti með sól í hjarta. Ég læt þessa rigningu ekkert stoppa mig.
Svo eyddum við sunnudeginum saman bara við fjölskyldan. Emilía fór í sína fyrstu pottaferð. Ég elska að taka því rólega á sunnudögum & safna orku fyrir komandi viku. & helst að taka smá til. Það er svo gott að fara inn í vikuna með rétt hugarfar & hreint heimili.
Skrifa Innlegg