fbpx

LÍFIÐ: MÖMMUHJARTAÐ

2021EMILÍA BIRNALÍFIÐ

Tómas bauð mér í ,,foreldrafrí” til Parísar um helgina. Við ákváðum þetta með viku fyrirvara sem er nú alveg okkur líkt.
Mér finnst nefnilega alltaf skemmtilegast að fara í svona skyndiferðir af því að þá þarf ég ekki að bíða lengi.

Þessi ferð var ótrúlega góð fyrir okkur þó að mömmuhjartað langaði ekki að skilja Emilíu eftir. Ég var skítstressuð að fara frá henni en vitiði hvað, hún skemmti sér konunlega heima með ömmum sínum, öfum, frænkum & frændum. Hún var í góðum höndum. Við Tómas náðum að sofa vel & mikið – AHH hvað það var gott … annað en þau hin sem voru að passa E, þau fengu brotinn svefn 😅

Við Tómas þurftum á svona helgi að halda & hvað þá í rómantísku París. Að fá að vera kærustupar í smá. Lífið breytist svolítið þegar lítið kríli kemur í heiminn & maður vill helst gera flest allt með henni. En svo þarf maður líka að eyða tíma með hvor öðru, bara tvö.

Núna er ég útsofin, endurnærð, hress & kát & til í þessa spennandi tíma sem eru framundan.

(Ég mun skrifa sér Parísarfærslu sooon)

LÍFIÐ - OUTFIT

Skrifa Innlegg