Ég bjó til myndband frá seinustu dögunum okkar í Västerås sem voru svo skemmtilegir & eftirminnilegir!
Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er ég ennþá mjög lítil í mér yfir því að vera farin frá Västerås. Þetta var mun erfiðara en ég hélt. EN eins & ég hef oft sagt þá er stundum bara hollt & gott að sakna.
Núna er ég búin að bóka mér flug heim til Íslands þann 15. Júní & ég vona svo innilega að ég þurfi ekki að fara aftur í tveggja vikna sóttkví??. . . ég er nefnilega EKKI að fara að byggja annan kofa án Tómasar ?úff það væri lost case
Tómas verður síðan skilinn eftir hér í gullfallega Kalmar. Hann verður hér í sumar að fljúga & leika sér í góða veðrinu. Planið mitt er nú samt að pakka sólinni með mér í töskuna, en við sjáum til hvernig það fer ??
Núna næstu daga þá ætla ég að njóta mín hér í blíðunni, það er mikið nýtt í gangi, nýtt heimili, ný borg & nýtt fólk til að kynnast. Sem er bara gaman:):)
Svo megið þið búast við skemmtilegri bloggfærslu um ferðalagið okkar um Svíþjóð á rauðu þrumunni.
Takk fyrir að lesa & horfa á myndbandið, mér þykir alveg ótrúlega vænt um það & ykkur sem fylgist með.
Hafðu það nú gott þennan fína Sunnudag<3
Fylgist endilega með mér hér á Instagram:
@arnapetra
& hér á YouTube:
Arna Petra
KNÚS,
Skrifa Innlegg