fbpx

KREMJA Í KJÓSINNI

2022SUMAR

Það var alveg extra dýrmætt að fá að eyða síðustu helgi með fjölskyldunni hans Tómasar í Kjósinni fögru.

En haldiði að ég hafi ekki steingleymt að spreyja á mig flugnaspreyi. Ég veit. EKKI gott. Við getum sagt að ég hafi orðið fyrir lúsmý árás. En við skulum nú ekkert vera að gefa þessum flugum meira pláss hér. Ég ætla að reyna að njóta þess upplifa mesta kláðakast lífs míns. Mjög gaman. Mjög þakklát fyrir þessar flugur sem eru svona frábær viðbót hér inn í þennan heim.

Þessi helgi mun hins vegar seint gleymast & ég ætla að fá að leyfa myndunum að tala í þessari færslu. 

Hafiði séð eitthvað fallegra?

KUBBUR bæði fyrir yngri & eldri … við spiluðum kubb um daginn & svo aftur þegar krakkarnir voru sofnaðir.

KREMJA ❣️ vantar bara Elísabetu!

Morgunganga með morgunhönum … 🐓

Tómas klifraði upp í tré. Eðlilega.

Við kíktum í kaffi & pönnsur til löngu & langa.

Eftir helgina tókum við þá ákvörðun að þetta verði árleg sumarhefð … stóra skemmtilega fjölskylda, ég er alveg til í þetta árlega & næst man ég eftir spreyinu 🦟

ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

SPURT & SVARAÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1