fbpx

KREMIÐ SEM BJARGAÐI MINNI HÚÐ

2020HÚÐIN MÍNSAMSTARF
Færslan er í samstarfi við CeraVe

Ó blessaði vetrartími … þegar kuldinn þurrkar upp húðina fyrir allan peninginn. Ekki svo gaman! Ég hef nefnilega verið í algjöru basli með húðina mína þegar það eru hitabreytingar. Ég fæ þessi litlu útbrot & mikinn þurrk í kringum nefið eins & sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Kremin sem ég notaði þá voru ekki að virka rétt fyrir mína húð, alveg sama hvað ég reyndi & prófaði, en viti menn margt breyttist eftir að ég kynntist CeraVe!

CeraVe – dry to very dry skin BJARGAÐI húðinni minni gjörsamlega 🌟

CeraVe Moisturizing Cream er olíulaust krem sem gefur bæði mikinn raka sem kemur jafnvægi á húðina & svo styrkir það einnig ysta lag húðarinnar. Kremið er þróað af húðsjúkdómalæknum og hentar þurri og mjög þurri húð bæði fyrir andlitið & líkamann. TVEIR FYRIR EINN! 👏🏻

Mér fannst tilvalið að minna ykkur á kremið núna af því að það eru ennþá Tax Free dagar í Hagkaup.

Annars segi ég bara HAPPY shopping & eigðu góðan dag kæri lesandi.

DRAUMA KÓSÝSETT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísa

    25. November 2020

    Hefurðu farið til húðsjúkdómalæknis? Þetta gæti verið rósroði sem þú ert með, ég er með svoleiðis og það er algengt. Þá virkar einmitt best aðnota mjög rakagefandi krem sem eru ekki með mikla aðra virkni því hún espir rósroðann upp. Ef þetta verður einhvern tímann þrálátt þá er um að gera að láta athuga það.

    • Arna Petra

      28. November 2020

      Hæhæ Elísa – takk fyrir að kommenta 🤗 heyrðu þetta er mynd frá því í vor & ég er ekki lengur svona eftir að ég byrjaði að nota CeraVe en ég mun klárlega fylgjast með þessu ef þetta blossar upp aftur 😊 takk!❣️