Færslan er í samstarfi við CeraVe
Ó blessaði vetrartími … þegar kuldinn þurrkar upp húðina fyrir allan peninginn. Ekki svo gaman! Ég hef nefnilega verið í algjöru basli með húðina mína þegar það eru hitabreytingar. Ég fæ þessi litlu útbrot & mikinn þurrk í kringum nefið eins & sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Kremin sem ég notaði þá voru ekki að virka rétt fyrir mína húð, alveg sama hvað ég reyndi & prófaði, en viti menn margt breyttist eftir að ég kynntist CeraVe!
CeraVe – dry to very dry skin BJARGAÐI húðinni minni gjörsamlega
CeraVe Moisturizing Cream er olíulaust krem sem gefur bæði mikinn raka sem kemur jafnvægi á húðina & svo styrkir það einnig ysta lag húðarinnar. Kremið er þróað af húðsjúkdómalæknum og hentar þurri og mjög þurri húð bæði fyrir andlitið & líkamann. TVEIR FYRIR EINN!
Mér fannst tilvalið að minna ykkur á kremið núna af því að það eru ennþá Tax Free dagar í Hagkaup.
Annars segi ég bara HAPPY shopping & eigðu góðan dag kæri lesandi.
Skrifa Innlegg