fbpx

KÖBEN

2021FERÐALÖG

Ég vildi óska þess að ég gæti kallað þessa færslu Köben TIPS en við vorum því miður ekki frumleg & tókum því bara rólega á miklum túristastöðum (rólegt eða þannig) … en það má líka. Ég ætla samt að taka saman Köben ferðina fyrir ykkur sem voruð forvitin.

HOTEL: Hotel Alexandra

Þetta hótel er mjög fallegt, stíllinn gamaldags & danskur sem heillaði mig & svo var staðsetningin mjög góð. En það eina sem ég hef út á að segja er að það var MIKIL læti á nóttunni þessa helgina. Allir að djamma & við fjöllan ekki alveg þar.

Sjá þetta krútt! Hún var mikið í þessum burðapoka að skoða lífið í Köben.

Við vorum ekki með morgunmat innifalinn þannig við stukkum í 7-eleven & borðuðum uppí rúmi. Ég elska morgunmat á hótelum & finnst það yfirleitt algjört must en þetta var líka næs að taka morguninn í rólegheitum inná herbergi.

Pulla á strikinu JEBB.

Þessi aðstoðarmaður & besti ferðafélagi stóð sig með prýði & ákvað að velja góða staðsetningu til þess að gera nr. 2. Þá var ekkert annað hægt en að skipta á henni í mátunarklefanum á gólfinu ofaná nýju peysunni hennar mömmu. Stundum þá er maður bara í neyð 😄

Það er alltaf nauðsynlegt að taka kaffistopp. Þessi staður var mjög huggulegur en ég get ekki munað nafnið á honum. Við sátum lengi þarna & ég fékk mér ískaffi & svo baileys kaffi. Á meðan var Emilía að sýna okkur hvað hún er STÓR.

Rölt um Nyhavn, það var svo mikið líf & fjör. Stútfullt af fólki að borða, njóta með vinum & fjölskyldu í sólinni. Æ þetta eru svo mikil lífsgæði.

Lunch: Mama Rosa

LUNCH á strikinu. Ég er að segja ykkur það, við vorum ekkert að flækja þetta & hjálpi mér hvað það er dýrt að borða á svona túristastað. En þessi Pizza var himnesk. fjúkk.

DINNER: Gasoline Grill

Elísabet sagði okkur frá þessum stað & VÁ nei ég hef bara ekki smakkað eins gúrme borgara.
Toppar næstum MAX í Svíþjóð & þá er mikið sagt.

Garður: Kongens Have

Mæli mjög mikið með því að kíkja í þennan garð, ná sér í takeaway & borða hádegis- eða kvöldmatinn þar.

Við fórum í búð sem selur svona taupoka & þessi fékk að koma með mér heim af því að hann á því miður virkilega vel við mig …

Ef þið viljið horfa á DK ferðalagið á myndbandi þá er það hér fyrir neðan. Takk þið sem gefið ykkur tíma til þess að horfa <3

KOMDU MEÐ Í FERÐALAG

Skrifa Innlegg