Hæ & hó kæri lesandi!
Hér í þessari færslu ætla ég að fara yfir JANÚAR í myndum…& svo langar mig að enda á því að fara yfir það hvernig mér gekk með markmiðin mín þennan mánuðinn.
Við stelpurnar fórum saman út að borða. ELSKA þennan hóp! Alltaf sömu gömlu fimleikavinkonurnar <3
Natura SPA með fjölskyldunni í óveðrinu.
HEIMA er best<3
Eftir að hafa horft ansi oft á íbúðarmyndbandið mitt þá gat ég ekki annað en tekið skápinn minn í gegn UM LEIÐ og ég kom heim…HAHA! Hvernig datt mér í hug að sýna ykkur þetta…? (Íbúðin okkar VLOG – hér)
Kaffibollarnir voru ÞÓ nokkrir þennan mánuðinn á STEAM. Núna þessa önn þá ætla ég að vinna meira af því að ég ákvað að skrá mig ekki í fullt nám.
Deit með Tómasi <3
Það er eitt af því sem mig langar að gera meira af á þessu ári.
Þessar tvær DAUÐÞREYTTAR eftir langan vinnudag, samt svona hressar. Það er bara eitthvað við þennan rugludall sem lætur mig hlægja, ALLTAF.
BAKING DATE
Ég viðurkenni að ég á ekkert í þessum bakstri…ég lág í sófanum steinsofandi (já svona rosalega skemmtileg) á meðan þær bökuðu. Þetta kvöld var samt svo yndislegt, við borðuðum köku & horfðum svo á fyrsta þáttinn af Bachelor.
BULLET JOURNAL
Mín FYRSTA bullet journal! :) Ef þú vilt skoða betur hvernig ég setti mína bók upp þá geturðu lesið færsluna mína hér.
FIKA með Andreu <3
Gera meira á árinu:
Eyða meiri tíma með vinum mínum hér í Västerås.
Ég dróg Tómas með mér í kirkju, honum var ekki skemmt…
Kaffihúsa DATE með þessum skegghaus…mottan er að birtast þarna, bíðið bara ,,spennt” eftir næstu myndum.
Ég byrjaði á ljósmyndunarnámskeiði & á meðan ég var á því þá langaði mig ekki að gera neitt annað en að hlaupa út & taka myndir. Ef þið viljið skoða fleiri myndir þá er hægt að finna þær hér á FB BLOGG síðunni minni. Fylgið mér endilega þar líka <3
Já & svo fékk ég flensuna…& mér leiddist það mikið að ég setti á mig fótamaska sem BTW virkaði ekki! Ég er allavega enn að bíða eftir því að fæturnir mínir flagni af. Oj nei, ég er ekkert að bíða eftir því!!
Double date í boði Daarang <3
Ég fór í bæinn til að taka myndir, gleymdi minniskortinu. Skellur.
Ég póstaði mínu fyrsta helgar VLOG(i).
Getið horft á það hér, það er alveg drepskemmtilegt.
Ég sagði ykkur að hann yrði skeggjaður! ÚFF…en þetta er víst bóndinn minn & hann fékk að sjálfsögðu að ráða bóndadagsmatnum.VEL VALIÐ!
Síðasti dagurinn hjá Daarang á STEAM <3
Ég er smá leið en ég get samt ekki beðið eftir að fá að hitta BABYYY! Finnst eins og það séu bókstaflega allir óléttir í kring um mig…hvað er að gerast??
MARKMIÐIN MÍN
UPDATE
Spara:
Ég náði ekki að spara nema mjög lítið þennan mánuðinn. Ég fékk nefnilega ekki mikið útborgað EN ég hins vegar eyddi ekki einni einustu krónu í óþarfa hluti. VÚHHÚ! Það er skref…
Vinir:
Ég skapaði minningar með vinum mínum hér í Västerås.
Námskeið:
Ljósmyndunarnámskeið CHECK!
Jákvæðni:
Ég var nokkuð jákvæð, datt smá niður þegar ég var lasin svona aðalega af því að ég var orðin þreytt á því að vera minn besti vinur…?
Prófa eitthvað nýtt:
Ég sagði ykkur frá því að mig langar að gefa ykkur aðgang að Lightroom PRESETS. Það verður svo sannarlega eitthvað nýtt!
Bless JANÚAR
Hæ FEBRÚAR
Ég hlakka til að skrifa meira & halda áfram að vinna mig í gegnum listann sem ÞIÐ gerðuð fyrir bæði bloggið & YouTube. Það mun koma margt skemmtilegt bæði hér á blogginu & á YouTube í FEBRÚAR. Ég er mjög spennt & svo vona ég sem allra MEST að þú sért það líka.
Takk fyrir að lesa <3
KNÚS,
Skrifa Innlegg