fbpx

– HUGMYNDIR TIL AÐ GERA HEIMA –

LÍFIÐ

Ég ætla ekki að tala neitt um veiruna í þessari færslu af því að ég held að við séum öll mjög meðvituð um það hvað er í gangi. En mig langar til að gefa ykkur skemmtilegar hugmyndir til að gera heima á meðan ástandið er svona.

(ATH! Ef þú ert lasin & rúmliggjandi þá er ég ekki að segja þér að fara að gera alla þessa hluti sem ég er að fara að nefna, hlustaðu á líkamann þinn & gerðu það sem þú treystir þér til að gera) 

Ég vil horfa á þetta með jákvæðu hugarfari & nýta þennan tíma til að vinna í einhverju sem mig hefur lengi langað til að gera.

Ég er með helling af hugmyndum þannig að staldraðu aðeins lengur við kæri lesandi…

MATUR

ELDA! Hafið þið einhverntíman pælt í því að þið eigið eftir að elda mat allt ykkar líf? 

Núna er fullkominn tími til að gera þetta að áhugamáli. Ekki satt??

Ég eeeelska t.d. Pick Up Limes hún er með mikið af sniðugum hugmyndum af hollum & góðum mat. 

Það er hægt að finna svo mikið skemmtilegt á YouTube til að horfa á þannig að ef Pick Up Limes hentar þér ekki þá er ekki erfitt að finna annan matarsnilling.

IMG_6168

BAKA! Bakstur gleður…það er bara staðreynd. Þið verðið að fylgjast með Lindu Ben, hún er alltaf að gera eitthvað girnilegt & gott. Maður finnur liggur við ilminn af bakstrinum í gegnum skjáinn!

En nóg um mat, förum aðeins út í hreyfingu…

HREYFING

YOGA! Ertu Yoga lover?? Þá skaltu taka þessu 30 daga Yoga Challengi með mér & ,,vinkonu minni” Adrienne.

HEIMA ÆFING!…ef þú ert ekki fyrir Yoga þá veit ég að Witney Simmons er búin að vera að pósta einhverjum sniðugum heima æfingum. Ég er ekki með mikla reynslu af æfingunum hennar en þið getið prófað!

ÚTIHLAUP! Þá er MUST að fylgja Elísabetu hér á instagram. Hún peppar mann á hverjum degi!

 Svo ef þið treystið ykkur til, þá er göngutúr eða hjólatúr með podcast í eyrunum mitt uppáhalds <3 

img_3783

HEIMA DÚLLERÍ

– Taka fataskápinn í gegn

– Lesa bókina sem þú fékkst í jólagjöf

– Opna bloggsíðu

– Byrja á YouTube

– Taka námskeið á netinu

– Skipuleggja drasl-skúffurnar…þið hljótið að eiga eina þannig ?

– Mála eða teikna, þá sniðugt að fylgja Rakel Tómas… hún er með skemmtilegar áskoranir á hverjum degi!

– Taka húsið/íbúðina/herbergið í gegn! Hlusta á podcast & taka Monicu á þetta & sortera handklæðin ?

Þið vitið vonandi hvað ég er að meina…það er hægt að gera SVO MARGT! 

Síðast en ekki síst:

SELF CARE

– Lærðu að hugleiða, það minnkar stress & það á að róa hausinn okkar sem er líklegast á milljóón hjá flestum núna 

– Skrifaðu í dagbók hvernig þér líður einmitt núna

– Nagglalakkaðu þig, litaðu augabrúnirnar, settu á þig maska & skelltu á þig brúnku…það gefur manni auka orku ég get svo svarið það!

– Farðu úr kósygallanum & klæddu þig ? 

– Búðu til einhvers konar rútínu þótt það sé ekki nema bara að byrja daginn á einum Friends þætti yfir kaffibollanum ?? & svo skella sér í göngutúr til að fá smá frískt loft

UPPÁHALDS Á

KVÖLDIN Á NETFLIX

Ég verð alveg snælduvitlaus á því að liggja bara uppí sófa & horfa á þætti…?

En ef maður býr til ákveðna rútínu og tekur kvöldin frá til að horfa á eitthvað skemmtilegt með það í huga að þú hafir gert eitthvað yfir daginn. Það er næs! 

Hér eru mínir uppáhalds þættir á NETFLIX

& hér eru þættirnir sem ÞIÐ mælduð með á instagram:

– The Stranger (GEGGJAÐIR)

– Love is blind (Ekki mikill aðdáandi)

– The haunting of hill house

– Orphan black

– Black mirror

– RuPauls Drad race

– The trials of Gabriel Fernandez

– Real Detective

– Shutter island

– Norsemen

– Grace and Frankie

img_5331

Takk fyrir að lesa færsluna kæri lesandi ❤

Farðu vel með þig <3 

KNÚS & eigðu gott kvöld,

ArnaPetra (undirskrift) 

- VINKONU HELGI -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arnhildur Anna

    6. May 2020

    OMG elska þetta!!!