Við fjölskyldan eyddum helginni í kjósinni að taka til, endurraða, skipuleggja & gera fínt …
Emilía var reyndar meira & minna að rusla til því sem var verið að ganga frá 😆
Rækjupasta ala mamma & salat ala Arna 🥬🥒🍅🥑 Þessi kvöldmatur var guðdómlegur.
Servíettur: hér.
Við enduðum öll kvöld hér úti með lúsmýinu :) mjög kósý.
Við Tómas brunuðum síðan í bæinn á laugardeginum til þess að sjá Ölbu STJÖRNU leika í Kardemommubænum. Ekkert smá flott sýning!
Emilía var í góðum höndum á meðan með ömmu & afa
Haldiði að ég hafi ekki fundið pet shop dótið mitt. Við getum sagt að ég hafi fengið rosalegt flashback þegar þessi kassi fannst haha!
Á sunnudeginum þá brunaði ég aftur í bæinn til þess að fara í afmælisbrunch til Heru vinkonu. Ótrúlega gaman að hitta allar stelpurnar en svo brunaði ég aftur í bústaðinn. Ég þakka sjálfri mér fyrir að hafa keypt rafmagnsbíl 😄
Elska svona fjölskyldu helgar <3
Skrifa Innlegg