fbpx

HALLÓ HEIMUR

2021EMILÍA BIRNALÍFIÐ

HALLÓ HEIMUR – 03.01.21 🤍 13,5 merkur & 50cm 🌟

Þessi litla fullkomna skotta ákvað að koma í heiminn 10 dögum fyrir settan dag 🙈 ég var alls ekki komin í biðgírinn eins & svo margar tala um, heldur var ég viss um að ég myndi ganga fram yfir. Þannig að þegar ég missti vatnið (JÁ ég missti vatnið, segi ykkur betur frá því seinna) þá brá mér ekkert smá. Ég trúði ekki að þetta væri að fara að gerast, þess vegna hélt ég því fram að ég hafi bara pissað á mig … 🤣

Mig langaði bara rétt að koma hingað inn með smá update 🤍 öllum heilsast vel & þessi litla yndislega stelpa er svo sannarlega að bræða hjörtu okkar Tómasar.

Síðustu tvær vikurnar hafa farið í að njóta þess að vera saman, kúra, knúsast & að læra á þetta glænýja hlutverk sem mamma & pabbi. Rosa fullorðins eitthvað 🙈

Við hlökkum til að eyða lífinu með þér litla gull 🤍

2020 TEKIÐ SAMAN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Halla

    18. January 2021

    Hamingjuóskir með foreldrahlutverkið.🎈

    • Arna Petra

      19. January 2021

      Takk fyrir Halla ❣️