fbpx

FYRSTU DAGARNIR EFTIR FÆÐINGU / ÞAÐ SEM ENGINN SAGÐI MÉR

2021EMILÍA BIRNALÍFIÐSAMSTARF
Samstarf

Fyrstu dagarnir eftir fæðingu:
Það sem enginn sagði mér 🤱🏼

Alla meðgönguna bíður maður spenntur eftir þeim degi sem barnið mun koma. En einhvernvegin þá pældi ég ekki mikið í fyrstu dögunum. Þannig ég ætla að fá að segja ykkur aðeins frá minni upplifun & ég ætla ekkert að fegra þetta neitt. Með því að segja ykkur frá mínum fyrstu dögum þá eruð þið kannski aðeins meira undirbúin fyrir því sem koma skal þó svo að þetta sé auðvitað misjafnt hjá hverri & einni.

BRJÓSTAGJÖFIN

Brjóstagjöfin er YNDISLEG en ÁI fyrstu dagarnir voru mjög erfiðir! Ég fékk sár & mikla stálma & var hreint út sagt alveg að drepast. Þetta var til dæmis eitthvað sem enginn sagði mér en fattaði svo að ég var alls ekki ein eftir að hafa talað við bumbuhópinn.

Maður verður að vera mjög þolinmóður fyrstu dagana & leita aðstoðar ef þess þarf. Þú átt t.d. rétt á brjóstagjafaráðgjafa fyrstu 14 dagana. Svo ef brjóstagjöfin gengur upp þá er þetta algjörlega þess virði ❣️

Vörur sem björguðu mér í brjóstagjöfinni:

– Kremið Græðir frá Sóley sem ég bar á sárin
– Therapearl (gjöf) hita & kælipúðarnir frá Lansinoh BJARGAÐI MÉR. Ég notaði bæði fyrir & eftir gjöf. Therapearl er hita og kælimeðferð sem hægt er að nota við verkjum, bólgum, stálmum eða stíflum.

Svo er gott að læra að handmjólka sig ef maður er með mikla stálma til þess að koma mjólkurframleiðslunni af stað áður en gefið er brjóst, annars er svo erfitt fyrir barnið að drekka þegar brjóstin eru svona hörð. Hér er myndbandið sem heimaljósan mín sagði mér að horfa á.

NEFSUGA & SALTVATNSDROPAR

Fyrstu dagana er barnið að losa sig við slím eftir fæðinguna & þau gera það yfirleitt sjálf. Við lentum í því að hún átti mjög erfitt með að losa sig við slímið & þurftum þá að nota nefsuguna. Ég myndi segja að það væri MUST að eiga hana & saltvatnsdropa.

Það er líka fínt að læra að nota hana áður en barnið kemur:) Við Tómas höfðum nefnilega ekki hugmynd hvernig við áttum að nota hana sem gerði okkar upplifun mjög erfiða þegar við vöknuðum eina nóttina við það að hún var að reyna að losa sig við slímið án árangurs.

KLÓSETTFERÐIR 

Á degi 3 þá kemur ljósan & segir mér að ég gæti núna farið að skæla yfir ótrúlegustu hlutum & að það væri bara mjög eðlilegt. Ég kannaðist svo sannarlega við það af því að sama dag áður en ljósan kom þá fór ég að skæla af því að ég var ekki búin að ná að fara á klósettið 💩 það tókst síðan nokkrum dögum seinna eftir að hafa borðað nokkrar sveskjur 😂

Þar hafið þið það … það er ekki auðvelt að fara á klósettið eftir fæðingu.

BLEYJUR FYRIR ÞIG 

Heyrðu ég keypti bleyjur fyrir mig & það var virkilega næs fyrstu dagana að skella sér bara í bleyju. Mér fannst það allavega betra en að fara í netanærbuxur & setja bindi. En þegar blæðingin minnkaði þá var fínt að eiga stór bindi & þægilegar nærbuxur.

NÁTTGALLARNIR ERU BESTIR 

Ég myndi segja að náttgallarnir séu lang mest notaðir hjá okkur þessa fyrstu daga & vikur. Mæli mikið með þeim & svo samfellum sem fara ekki yfir höfuðið. Maður leitar bara í það sem er þægilegast fyrir barnið.

BRJÓSTAGJAFAFATNAÐUR & NÆRBUXUR
(í samstarfi með Tvö Líf)

FYRIR BRJÓSTAGJÖFINA:
Ég gæti ekki mælt meira með vörunum frá Tvö Líf. Ég er t.d. búin að lifa í þessum bol sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan. Hann er svo ótrúlega þægilegur & auðveldar lífið við brjóstagjöfina. Þú lyftir bolnum upp hjá brjóstinu sem er mjög hentugt. Svo er þessir toppur frá boob mjög mikið notaður & einnig brjóstagafahaldarinn frá Bravado.

NÆRBUXUR:
Fyrstu dagana þá líður manni svolítið eins & maður sé tómur að innan svo ég myndi segja að það væri mjög gott að eiga nærbuxur eins og þessar frá merkinu boob.

& svo síðast en ekki síst …

Ekki gleyma að gera grindarbotnsæfingar! Þú átt eftir að hnerra & þá gerast slysin 🤦🏼‍♀️

HALLÓ HEIMUR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. AndreA

    23. January 2021

    AWWW sjá ykkur yndislegu mæðgur <3

  2. Ella

    28. January 2021

    Til hamingju !
    Verð að spyrja hvaðan þessi guðdómlegi kósygalli þinn er?