fbpx

FLUG MEÐ UNGABARN

EMILÍA BIRNA

Jæja … flug með ungabarn. Ertu stressaður foreldri? Ég skil það 😂 ég miklaði þetta mikið fyrir mér en svo gekk þetta mikið betur en ég þorði að vona. Fínt að minna sig á það að hlutirnir geta alveg gengið betur en maður heldur. En ég ætla að svara nokkrum spurningum sem mér barst varðandi ferðalagið … lestu lengra 👇🏻

Hvað tókstu með í flugið? Handfarangur?

FÖT: auka föt á Emilíu & auka bol á mig
DÓT: nýtt dót sem hún var alveg spennt fyrir en hún var spenntust fyrir PLAY matseðlinum & vatnsflöskunni minni
TAUBOKI: bleyjur, blautþurrkur & bossakrem
MATUR: Cheerios, skvísur, þurrmjólk (duft) & barnasnakk
AUKA FYRIR MAT: Pelar, hitabrúsi með vatni fyrir pelann & grautinn (fékk heitt vatn á Joe and the Juice), ein skál, nokkrar skeiðar & skvísuskeiðar.
KÓSÝ: teppi, koddinn hennar & bangsi

Var ekkert mál að taka kerruna með? 

Það var mjög lítið mál.

Hvernig fórstu í gegnum völlinn með bílstól & kerruna?

Eins & ég sagði hér fyrir ofan þá var mjög auðvelt að vera með kerruna í Leifstöð en bílstóllinn var ekkert nema fyrir okkur haha. En á heimleiðinni þá fengum við ekki að taka kerruna með inná völlinn (í DK) heldur fór hún strax inn í vél & þá þurftum við að finna kerru á vellinum.

Tókstu kerruna með inn í flugvélina af því að ég sá að þið voruð með kerruna á flugvellinum?

Nei við fórum með hana alveg upp að flugvélinni & svo var kerran tekin & sett í farangursrýmið með öðru ,,viðkvæmu dóti”.

Fannst þér MUST að hafa bílstól? Eða tókstu hann bara af því að þið tókuð bílaleigubíl?

Nei alls ekki must. Næst þá sleppi ég bílstólnum & panta frekar bílstól með bílnum sem við leigum.

Pöntuðuð þið fyrirfram fyrir bílstólinn í vélinni?

Nei við gerðum það ekki. Það vildi svo heppilega til að enginn sat við hliðina á okkur. Annars hefði bílstóllinn bara farið inn í farangursrýmið með kerrunni:)

Hvernig var hún í flugtaki & lendingu?

Hún var mjög góð, ég var búin að búa til pela fyrir flugtak & lendingu. En ef hún vildi ekki pelann eins & í lendingunni á leiðinni til baka þá gaf ég henni snuð. Mikilvægt fyrir þau að vera dugleg að kyngja til þess að losna við hellurnar.

Keyptuð þið sæti fyrir Emilíu?

Nei við ætluðum bara að hafa hana í fanginu en svo var laust við hliðina á okkur. En hún var lang mest í fanginu.

Hvernig fékkstu hana til þess að sofna í fanginu?

ÚFF. Það gekk á endanum en henni var ekki skemmt. Grét smá & svo sofnaði hún. Hún var samt mjög dugleg miðað við það að hún sofnar aldrei í fangi.

Hvar er best að sitja?

Við sátum fremst & borguðum aukalega fyrir það. Mig langaði ekki sitja með fólk bæði fyrir framan okkur & aftan þannig það var gott að vera þarna fremst. Þetta var ekki neyðarútgangur, þar sem börn mega ekki sitja við neyðarútgang. En eina við þessi sæti var að við gátum ekki sett haldfangið upp þannig að Emilía gæti bara legið þarna en það hefði verið hægt ef við hefðum verið annarsstaðar í vélinni. Þið kannski skiljið betur hvað ég er að meina ef þið skoðið myndina hér fyrir neðan.

Má alveg taka með vökva/þurrmjólk fyrir barnið?

Já það má nefnilega, ég tók samt bara duft en það má taka með tilbúna blöndu í gegn. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég fór í gegnum leitina þá var ég með smá í pelanum hennar Emilíu & ætlaði að hella úr honum en þá sögðu þau að það væri í góðu lagi ef þetta er fyrir barnið. Þau þurftu bara að skoða pelann.

MUST AÐ HAFA:

– Burðarpoki fannst mér vera MUST að hafa á þessu ferðalagi. Hún elskaði að vera í pokanum & skoða í kringum sig.
– Cheerios
– Hitabrúsi! Minn helst heitur í 12 tíma sem var rosalega þægilegt á þessu ferðalagi. Þá fyllti ég bara brúsann um morguninn.
– Þurrmjólk – gott að vera með nóg, fannst mér. Hefði ekki verið næs að finna ekki hennar þurrmjólk ef hún hefði klárast.
– Fínt að taka nóg af uppáhalds skvísunum þeirra í ferðatöskuna.
– Svo var ég búin að hlaða niður uppáhalds lögunum hennar & myndbönd við það ef hún skildi verða óróleg í fluginu.

Ef það er eitthvað sem ég er að gleyma þá megið þið senda á mig …

Takk fyrir að lesa <3 & gangi þér vel ef þú ert á leið í ferðalag með kids.

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

 

BARNASTÓLL FRÁ FÆÐINGU TIL FRAMTÍÐAR -

Skrifa Innlegg