fbpx

BARNASTÓLL FRÁ FÆÐINGU TIL FRAMTÍÐAR –

NINE KIDSSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi með Nine Kids …

Nomi stóllinn fallegi sem hugsaður er frá fæðingu til framtíðar …

Ég verð að segja að ég vissi ekki að það væri hægt að fá eins fallegan & vandaðan barnastól & þennan. En eftir að hafa notað hann í nokkra mánuði þá get ég ekki annað en skellt í fræslu & mælt með honum. Það kom mér svosem ekkert á óvart þar sem vinkonur mínar voru búnar að dásama hann í döðlur. Hann passar líka svo vel inn á okkar heimili, það er nefnilega hægt að velja allskonar liti á bæði stólnum sjálfum, fætinum & bólstrinu. Þannig að þú getur gert hann nákvæmlega eftir þínu höfði. Þú getur skoðað úrvalið nánar hér.

Ungbarnasætið …

Ungbarnasætið er talið vera fyrir börn frá 0-6 mánaða eða þar til barnið getur byrjað að sitja í barnasætinu.

Barnasætið …

Barnasætið er talið vera fyrir börn frá 6-24 mánaða eða þar til barnið þarf ekki lengur þennan auka stuðning. Emilía er að nota stólinn svona núna.

24 mánaða+

Stóllinn er hannaður af Peter Opsvik sem hannaði einnig Tripp Trapp stólinn vinsæla. Hann hannaði Nomi stólinn fyrir barnabarnið sitt með það í huga að gera besta & öruggasta barnastól í heimi.

Ég mæli með að gera ykkur heimsókn í Nine Kids & fá aðstoð frá þeim með hvað hentar þínu barni best.

Svo getið þið einnig skoðað stólinn hér.

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

PEPP INN Í HELGINA

Skrifa Innlegg