fbpx

ALLT UM KYNJAVEISLUNA

2020MEÐGANGAN

KYNJAVEISLAN 

Það var ekki beint á planinu að halda kynjaveislu en svo ákváðum við á síðustu stundu að bjóða fólkinu í okkar innsta hring í litla kynjaveislu. Þetta var SVO GAMAN! Við buðum upp á kökur & pizzur & tilkynntum kynið með öööörlitlu tvisti.

Það sem við gerðum var að sprengja upp tvær confetti sprengjur en með bæði bleikum & bláum lit, bara svona til að rugla aðeins í fólkinu okkar. Það var vissulega mjög gaman en fólkið var ekki alveg að skilja þessa vitleysu í okkur Tómasi. Amma mín fékk létt áfall & hélt að það væru tvíburar á leiðinni ? en svo er ekki. Þannig að við Tómas gáfum þeim strax útskýringu & afhentum öllum í veislunni lítinn skafmiða með kyninu, sem við mamma bjuggum til. Segi ykkur betur frá því hér fyrir neðan.

Ég mæli svo mikið með að hafa svona veislu ef þú hefur tök á, þetta var svo yndislegt! Ég er viss um að þetta hafi gefið ömmum & öfum mikið <3 smá óvenjulegt veislufjör í lífið klikkar ekki.

Hér koma fallegar myndir sem teknar voru af bæði Sól Stefánsdóttur snillingi & mér ??‍♀️?
Takk aftur fyrir myndirnar elsku SÓL ?

CONFETTI & BLÖÐRUR: BALÚN 
(gjöf)

Eigum við að RÆÐA þessar confetti sprengjur & þennan fallega blöðruvönd???

Ég fékk vörurnar í gjöf frá Balún sem er glæný búð sem selur allt mögulegt fyrir veisluna. Frábær þjónusta & fallegar vörur fyrir alls konar tilefni! Ég mæli hiklaust með þeim & takk aftur fyrir okkur Balún ? Það var svo gaman að koma í heimsókn til ykkar. Þið getið skoðað heimasíðuna þeirra hér.

VEITINGAR
Pizzur frá Blackbox
Cupcakes: 17 Sortir
Eplakaka með rjóma frá tengdóó

SERVÍETTUR
Frá Reykjavík Letterpress ?? getur fundið þær hér.

BORÐSKRAUT
Fríða Karen systir Tómasar átti þetta fína skraut sem hún keypti fyrir löngu úr Sostrene Grene, ég er ekki viss um að það sé ennþá til – veit einhver? :)

HEIMAGERÐIR SKAFMIÐAR
Mamma hannaði & prentaði út miðana. Svo límdi ég með límbandi yfir kynið & málaði yfir það með 2 tsk acryl málningu blandað saman við 1 tsk af glærum uppþvottalegi. Þetta var mjög einföld & skemmtileg leið til að tilkynna.

? FAMILY ?
Sól náði þessum myndum af fjölskyldunni ? svo dýrmætar myndir!

Takk fyrir að lesa kæri lesandi & ekki gleyma að horfa á nýjasta myndbandið á YouTube
sem sýnir frá því þegar við fáum að vita kynið ?? Getur horft á myndbandið hér.

Vísir hér.

KNÚS,

 

STRÁKUR EÐA STELPA??

Skrifa Innlegg