fbpx

AKUREYRI TO DO

2022FERÐALÖGÍSLANDLÍFIÐ

Við áttum svo ótrúlega góðar stundir saman fjölskyldan fyrir norðan á dögunum. Þannig að ég varð að taka saman lista yfir það sem við gerðum & mælum með.

GISTING
Byrjum á húsinu sem við vorum í …

Kostir:  Það var æðislegt, ótrúlega fínt & staðsetningin gæti ekki hafa verið betri. Beint á móti er sundlaug Akureyrar & stutt að labba nánast allt. Það eru 3 svefnherbergi þannig að þetta var fullkomið fyrir okkur.

Gallar: Það voru rosalega mikil læti, það heyrðist hátt í bílunum þegar þeir voru að keyra framhjá. Ég hljóma kannski eins & gömul kona að kvarta haha en ég er jú með lítið barn sem var ekki alveg til í þessi læti.

Linkur á húsið hér.

SUNDLAUG AKUREYRAR
Þessi sundlaug fær 10 af 10! Barnastólar út um allt, innilaug & svo er skemmtilegt útisvæði fyrir þau yngstu. En eigum við að ræða rennibrautirnar? Ég & Tómas skiptumst á að fara 😆 Litlu börnin í röðinni horfðu alveg skringilega á mig en ég meina …

LEIKVÖLLUR
Fínasti leikvöllur alveg miðsvæðis – beint fyrir utan kaffi Ilmur.

FLUGSAFN ÍSLANDS
Við fórum á flugsafnið & það var æði! Tómas var í essinu sínu & Emilía líka.

JÓLAHÚSIÐ
Það hefur verið hefð að kíkja í jólahúsið & kaupa karamellur þegar við förum norður. Hef ekki farið í mörg ár þannig að það var gaman að sjá allt það nýja. Það er til dæmis ótrúlega falleg búð með allskonar fínu fyrir búið … langaði að kaupa allt.

RUB23
Ég hringdi viku áður & pantaði borð & mat fyrir Emilíu í leiðinni. Já ég er þessi mamma 🤣 Emilía er ekki með neina þolinmæði þegar kemur að því að bíða eftir matnum þannig að ég ákvað bara að panta fyrirfram. Sniðug finnst mér. Maturinn þarna er ekkert smá góður, þjónustan var frábær & maturinn fljótur að koma. Við vorum öll mjög sátt!

BRUNCH Á BERLÍN AKUREYRI
Hér var allt stappað! Eins gott að ég var búin að panta borð. Þetta var ekkert smá flottur brunch seðill, frekar dýr en ótrúlega gott & svo fékk maður líka mikinn mat. Við vorum mjög sátt & fórum rúllandi út.

RÖLTA UM BÆINN
Það er svo næs að rölta um & vera ekki með neitt planað. Kíkja t.d. inn í Pennan Eymundsson til að skoða bækur, rölta lengra & skoða hverfin. Okkur Tómasi hefur alltaf fundist gaman að skoða hús & láta okkur dreyma. Það var líka gaman á Akureyri.

DALADÝRÐ
Við fórum í Daladýrð á leiðinni heim. Það er reyndar ekkert í leiðinni en jú fínasti rúntur. Emilía var ekkert smá glöð að fá að sjá öll dýrin sem hún er vön að skoða í bókunum sínum heima.

Næst þá ætla ég að rölta um Lystigarðinn & fara í skógarböðin 🙌🏻
Svo mæli ég með að fylgjast með Tönju Sól & kynna ykkur guide-inn hennar sem hún var að gefa út. Þar eru alls konar tips fyrir ferðalagið með börnin í sumar. Linkur á guide-inn hér.

ArnaPetra (undirskrift)

FALLEG BARNAFÖT & SKÓR FYRIR SUMARIÐ

Skrifa Innlegg