fbpx

#MAKELIFELESSBORING // FERÐALAG UM PERÚ Á VASAHJÓLI

FERÐALÖGLÍFIÐ

Þetta er Óli, viðskiptafélagi minn, faðir barnanna minna, kærasti fyrst seinna eiginmaður og alltaf besti vinur minn.  Þetta er sennilega betri helmingurinn af mér.   Þessi gaur er algjör snillingur og ég tel mig eina heppnustu konu í heimi að vera konan hans en það er önnur saga.  Ég má blogga um hann í dag og setja inn mynd af honum, en það er ekki á hverjum degi gott fólk sem ég fæ sérstakt leyfi til þess.  Það ískrar í mér hérna við takkaborðið.


Óli er arkitekt og mótorhaus eða mótorhjólagaur, ég veit ekki hvað hann á mörg hjól enda fyrir löngu hætt að telja eða skilja neitt í þessu sporti.   Ég hef þó verið hnakkaskraut nokkrum sinnum á stóru og vígalegu ferðahjóli sem ég veit ekki hvað heitir.  Ég missti því bæði andlitið og pínku þvag (úr hlátri) yfir hjólinu sem hann ætlar að hjóla á í Perú,  frá Andes fjöllunum niður í Amazon frumskóginn.
Ekki láta myndina blekkja ykkur, hann ætlar á þessu hjóli.  Þetta er “vasa hjól”, pínku lítið, já alveg eins og í myndinni Dumb and Dumber.  Óli er 187 cm og verður því með hnén í eyrunum.

Til að setja þetta í samhengi…. Hjólið með manni á …. vessúgú :)


But WHY ?

Ég skil auðvitað ekkert í þessu frekar en þið en það skiptir engu máli “if it makes him happy”, hann gerir svo margt fyrir mig sem hann skilur ekki af hverju ég hef áhuga á :)  En það er sennilega einn af mikilvægu lyklunum í hjónabandi að fá fullt frelsi til að njóta sín sem einstaklingur og sinna áhugamálum sínum, hver svo sem þau eru.

Þetta er sem sagt (rallý) kallað MONKEYRUN

Óli af hverju ertu að fara?
Ég hef aldrei séð Suður Ameríku, ég elska að ferðast, elska að böðlast,,, ég elska vesen
svala ævintýraþránni og upplifa eitthvað nýtt.

Hvað eru margir að keppa?
c.a 50 manns.

Eru verðlaun ?
Ég veit það ekki.

Hvar gistið þið?
Ýmist í eins manns tjaldi eða hjá bændum og í þorpum sem verða á vegi okkar.
Alger lúxus…

Ertu ekkert hræddur um að lenda í framandi dýrum, eiturslöngum, pöddum eða einhverju?
Jú, ég er mest hræddur við að vera nagaður af skordýrum.

Hvað er það versta sem getur komið fyrir ?
Veikindi, matareitrun eða lenda í klóm hættulegra eiturlyfja baróna. (það lenti einn í því síðast að stara í byssuhlaup hjá  snar brjáluðum “bónda”)
hmmm já allt getur gerst.!




 The adventurist  standa fyrir allskonar svona “rallýum” á mismunandi stöðum í heiminum með mis grilluðum farartækjum en hér kemur það sem mér finnst frábært.  Þeir vinna með Cool Earth en það eru samtök með það að markmiði að bjarga regnskógunum.

Allir sem taka þátt í rallýinu þurfa að safna amk 70.000 isk fyrir Cool Earth, fyrir regnskógana.

Óla lið heitir “STRANGER THAN PARADISE”
Þeir eru búnir að safna 83% af upphæðinni,  ef ykkur langar að leggja í púkk þá er linkurinn HÉR…. 
*Allur peningurinn rennur beint til COOL EARTH.


“NATURE CAN BE OUR STRONGEST ALLY IN COMBATTING CLIMATE CHANGE. IN FACT, AS DEFORESTATION ACCOUNTS FOR ALMOST 20% OF GLOBAL GREENHOUSE GAS EMISSIONS IT ISN’T OVERSTATING THINGS TO SAY WE CANNOT DEFEAT CLIMATE CHANGE WITHOUT ENLISTING THE HELP OF THE NATURAL WORLD.” – TIM JARVIS.

Hér er svo instagramið hans Óla: @mrolason

 

Þeir leggja í hann 9. Apríl og eru í 2 vikur…. Þeir reyna eins og þeir geta að sýna frá þessu ævintýri en eru væntanlega alls ekki alltaf nettengdir  :) Ég hlakka til að fylgjast með !



Góða ferð & gangi ykkur vel <3
# TEAM STRANGER THAN PARADISE

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

https://www.instagram.com/p/Btvmi92ATOL/http://

https://www.instagram.com/p/Btvmi92ATOL/http://

http://https://www.instagram.com/p/Btvmi92ATOL/

http://https://www.instagram.com/p/Btvmi92ATOL/

 

MITT UPPÁHALDS // "GIVEAWAY"

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Erna Hrund

    25. March 2019

    Þetta er svo geggjað!! Elska þetta hjól og dýrka ævintýraþránna! Kalla þig góða samt að hafa setið aftan á svona græju!