fbpx

HALLGRÍMSKIRKJA…TOPPURINN Á REYKJAVÍK

AndreADRESSÍSLANDLÍFIÐ

Hallgrímskirkja er ein fallegasta bygging borgarinnar,  við dáumst flest af henni þar sem hún stendur reisnarleg upp úr borginni enda ótrúlega vel staðsett.
Aldís vinkona mín hringdi í mig á sunnudegi fyrir stuttu og dró mig með sér í bæinn, hún var að vinna verkefni (hún er ljósmyndari fyrir þá sem ekki vita) og vantaði auka hendur eða aðstoðarkonu.
Við fórum í Hallgrímskirkju og biðum í röðinni með öllum túristunum. Á meðan ég var að bíða þá áttaði ég mig á því að jafn mikið og ég tala um og dáist af þessari kirkju þá fer ég ótrúlega sjaldan upp.
Hefur þú farið upp ?
Ef ekki þá mæli ég eindregið með því, það kostar 1.000 kr & 100 kr fyrir börn, en þau hafa klárlega gaman af því að fara upp.

Aldís smellti þessari mynd af mér á símann minn þar sem ég sit hversdagslega inni í klukkunni eins og maður gerir :)


Magnað hvað klukkan minnkar á myndinni hér fyrir neðan :)


Aldís eða @paldis að töfra fram einhverja snilld af Reykjavík á myndavélina sína og ég að “töfra” fram mynd af henni að taka mynd á símann minn (ég er að safna í seríu)

  • Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands og rís hæst bygginga yfir höfuðborgina Reykjavík
  • Turninn er 73 metra hár.
  • Hallgrímskirkja er fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands.
  • Guðjón Samúelsson (1887 – 1950) er  arkitekt Hallgrímskirkju en hann teiknaði einnig aðalbyggingu Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið, Kristskirkju í Landakoti & Akureyrarkirkju.  Hallgrímskirkja var hans síðasta verk.
  • Það er opið í Hallgrímskirkju alla daga frá kl 9-17 & það kostar 1.000 kr að fara upp.

    Ef þú ert að væflast um helgina, þá mæli ég með að heimsækja Hallgrímskirkju og fara svo í ilmandi belgískar vöfflur með sultu & rjóma á Kaffibrennslunni á Laugavegi…. (thank me later)


Dress: AndreA 

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

LAUGARDAGS BLOGG & BLÓM

Skrifa Innlegg