Um þessar mundir iðar Kaupmannahöfn af lífi. Fólk úr tískuheiminum streymir að í tilefni tískuvikunnar. Stórar sýningar eru í gangi þar sem mörg fremstu merkin á Norðurlöndunum sýna það sem framundan er, hvort sem það er með sýningarrými eða tískusýningum. Ég missi sjálf aldrei af tískuvikunni en þetta er frábær leið til að skyggnast inn í það sem er framundan, hitta fólk í sama bransa og auðvitað kaupa inn fyrir búðina. CIFF eða Copenhagen International Fashion Fair er ein stærsta vörusýningin hér sem fagnar einmitt 60 ára afmæli sínu í ár. Ciff startaði tískuvikunni með stórri samsýningu margra hönnuða/merkja sem taka þátt í ár. Okkar uppáhald voru trylltir kjólar frá Notes du Nord …. Takið eftir þessum græna!
Aldís Pálsdóttir ljósmyndari var á staðnum og fangaði einstök augnablik, bæði baksviðs við undirbúning og á sýningunni sjálfri.
Skrifa Innlegg