Samstarf/ Granítsmiðjan
Afgreiðsluborðið í skóbúðinni er látlaust en fallegt.
Borðið eins og allt í skóbúðinni er hannað & smíðað af Óla Óla arkitekt,
(Óli er ekki bara einhver Óli, hann er meðeigandi minn, eiginmaður & betri helmingur fyrir þá sem ekki vita)
en aftur að borðinu…
Planið var að hafa afgreiðslu borðið látlaust og óhefðbundið. Borðið er einn hluti af fjórum “display ,, einingum eða tunnum sem prýða verslunarrýmið. Þessar “display,, einingar eru gerðar úr endurunnu leðri, hversu cool er það? Gamlir leðurskór og leðurflíkur fá þarna nýtt líf ♻️ … ég elska það ❤️ Á sökklunum eru svo messing þynnur en það smáatriði gerir ekkert smá mikið.
Borðplatan á afgreiðsluborðimu setur svo punktinn yfir i-ið en við vorum lengi vel ekki viss um hvernig efni við áttum að velja í borðplötuna en eftir eina heimsókn til Kamillu í Granítsmiðjuna var það ákveðið. Við féllum strax fyrir stein sem heitir Taj Mahal, litirnir voru fullkomnir við borðið, leðrið og litina í búðinni. Náttúrulegir og fallegir tónar sem færu beint á eldhúsið hjá mér líka ef ég væri að taka það í gegn. Algjörlega mín litapalletta.
Skrifa Innlegg