fbpx

OSTA-& BERJABAKKI FYRIR PÁSKANA

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Hvernig væri að útbúa fallegan bakka um páskana með berjum, ostum, pönnukökum og fleira gómsætu? Bera það fram með ísköldu Cava og njóta í botn í fríinu. Fullkomið í páskabrönsinn, hittingana eða jafnvel sem forréttur. Það er auðvitað svo margt sem hægt er að nota á svona bakka en hér kemur mín hugmynd sem bragðaðist dásamlega. Punkturinn yfir i-ið eru litlu jarðarberjapönnukökurnar. Mæli með að bera þær fram með hlynsírópi sem hægt er að dýfa þeim í.

Uppskriftina gerði ég í samstarfi við Driscolls/Innnes.

1/2 pkn jarðarber frá Driscolls eða eftir smekk
1/4 fata blárber frá Driscolls eða eftir smekk
1 pkn hindber frá Driscolls
1 pkn brómber frá Driscolls
1 1/2 brie
1/2 súrdeigs bruschetta
Jarðarberjapönnukökur (uppskrift að neðan)
Havarti ostur með jalapeno
Ítalskt salami
Drekaávöxtur
Ástaraldin
Chili sulta
Hlynsíróp

Aðferð

  1. Byrjið að útbúa pönnukökurnar (uppskrift að neðan).
  2. Skerið baguette í sneiðar. Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og hellið smá ólífuolíu yfir, salti og pipar. Bakið í ofni við 190°C í 7-10 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar.
  3. Hellið hlynsírópi í litla skál og setjið chili sultu í aðra litla skál.
  4. Skerið út kanínu úr brie ostinum og notið kökuform sem þið eigið til að skera út skemmtilegt form úr havarti ostinum.
  5. Útbúið rós úr salami. Sjá aðferð hér.
  6. Raðið öllu saman á bakka og njótið vel.

Litlar jarðarberjapönnukökur
Ljúffengar litlar pönnukökur fylltar með jarðaberjum. 

3 dl spelt
1 msk kókospálmasykur (eða önnur sæta, t.d. hunang)
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 egg
2 msk ólífuolía
2 msk grísk jógúrt
2 1/2 dl mjólk
Jarðarber frá Driscolls eftir smekk

Aðferð

  1. Hrærið þurrefnunum saman. Hrærið því næst restinni saman við.
  2. Skerið jarðarber í sneiðar.
  3. Þekjið hverja jarðarberjasneið með pönnukökudeiginu.
  4. Steikið við vægan hita á pönnu. Berið fram með hlynsírópi og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GLEÐILEGA PÁSKA! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

OFNBAKAÐ PENNE MEÐ PARMESAN KJÚKLINGI

Skrifa Innlegg