LÍFIÐ & LJÓSMYNDUN
eða lífið er ljósmyndun …
Eins og einhverjir hafa mögulega tekið eftir þá er ég að njóta mín í botn hér í Svíaríki. Ég hef lítið verið að gefa update af mér sjálfri sem er búið að vera frekar næs verð ég að viðurkenna. Þar sem að ég er djúpt sokkin í ljósmyndun & er í algjörri ljósmyndabúbblu. Ég er spennt að vakna alla morgna til að fara í skólann og svo er það líka búið að vera extra skemmtilegt uppá síðkastið þar sem Emilía vaknar súper hress og vill helst fá mömmu og pabba fram strax til að borða morgunmat öll saman.
Litlu hlutirnir sem gleðja, hversdagsleikinn & rútínan er best <3
Bakstur & súrdeig …
Það hefur gengið upp & niður get ég sagt ykkur. Ég er smá heltekin eða ég er allavega að reyna að baka súrdeigsbrauð. Það er bara ekki svo auðvelt. Þess vegna hef ég verið ogguponsu galin þegar kemur að súrdeigsbakstri.
Til þess að baka brauðið er mælt með að nota svokallaðan dutch oven (steypujárnssett sem má fara inn í ofn) sem er eins og þetta sett sem þið sjáið á myndunum. Ég læt það fylgja með hér. Eftir að ég eignaðist þetta fína lífstíðar pottasett þá missti ég mig ogguponsulítið af því að mér finnst það svo fallegt. Ég settist niður, planaði heila myndatöku, skissaði hvernig ég vildi hafa myndirnar, fór í búðina og handvaldi hvert einasta grænmeti. Fann til fínt props sem myndi passa við moodboardið og fékk tvær stelpur úr bekknum mínum til að hjálpa mér með að ná þeim myndum sem ég vildi.
Hér getið þið skoðað myndirnar & ég er ekkert smá glöð með útkomuna & hlakka til að gera meira svona:
Þið sem viljið eignast svona sett getið tekið þátt í leiknum sem er núna í gangi hér. Taktu endilega þátt – það er ekkert smá gaman að sjá hvað það er góð þáttaka á nýja ljósmyndainstagramminu 💛
LEIKUR 👇🏻💛🥘🥬
Núna er það bara að plana næstu myndatöku sem er í næstu viku, kvöldinu verður eytt í það. Takk fyrir að lesa & ef þú tekur þátt í leiknum þá bara megi heppnin vera með þér 🤞🏻
Skrifa Innlegg