fbpx

GULRÓTAHUMMUS

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þessi hummus er vegan og er mjög bragðgóður. Gul­rætur eru svo nær­ing­ar­ríkar og passar vel að setja í hummus. Mæli með að þið prófið að setja hann á hrökkbrauð eða á tortillur.

1 krukka kjúklingabaunir, 240 g
4 gulrætur
1 msk tahini
6 msk ólífuolía
Safi úr 1/2 sítrónu
Salt & pipar
Cumin
Cayenne pipar

Toppað með:
Ólífuolíu
Gulrót, skorin í litla bita
Chili flögum
Salt flögum
Ferskum kóríander

Aðferð

  1. Skerið gulræturnar í litla bita og hrærið saman við kjúklingabaunirnar og ólífuolíu.
  2. Bakið í 20 mín við 180°C og takið nokkra gulrótabita frá til að toppa hummusinn með.
  3. Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél (ég nota matvinnsluvélina sem fylgir töfrasprotanum mínum).
  4. Toppið svo með ólífuolíu, saxaðri gulrót, söxuðum kóríander, chili flögum og salti.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

DJÚSÍ & LJÚFFENGAR TÍGRISRÆKJULOKUR

Skrifa Innlegg