Á dögunum eignaðist ég einstaklega fallega mottu frá Kara Rugs sem ég er himinlifandi yfir. Í samstarfi við Kara Rugs ætla ég að bjóða uppá 10% afslátt af þessum fallegu mottum með kóðanum HildurRut10 sem gildir út sunnudaginn 21. ágúst.
Ég var búin að hafa augastað á þessum mottum í langan tíma og loksins er ein af þeim í stofunni minni. Kara Rugs kom í heimsókn til mín með þrjár fallegar mottur, púða og teppi til að máta. Og vá hvað það var erfitt að velja því þær pössuðu allar svo vel í stofuna.
Motturnar eru allar handofnar úr bómull og fáanlegar í nokkrum stærðum. Textíllinn er mishár í mottunni sem gerir hana svo extra flotta.
Þær eru allar með Care & fair vottun sem styður við handverksmenn, hvetur til menntunar og að vinnan sé unnin við góðar aðstæður og lágmarkslaun borguð. Care & Fair vottun segir einnig til um að fyrirtækið hafi úthlutað pening til fjölskyldna í mottu- og vefnaðariðnaðnum. Peningurinn fer til barna og er notaður í að setja upp almenna skóla og læknisaðstoð.
Ég fékk mér Copenhagen white. Hún gjörsamlega smellpassar heim til mín. Auðvitað varð ég svo að eignast púða og teppi í stíl.
Ótrúlegt hvað motta, púðar og teppi gera mikið fyrir stofuna. En hér sjáið þið fyrir og eftir mynd.
Mér finnst dyramotturnar líka æðislegar og þær eru komnar á óskalistann minn.
Endilega nýtið ykkur afsláttin og verslið fallega mottu á heimilið ykkar hér: www.kararugs.is
Takk fyrir að lesa ♥
// HILDUR RUT
Skrifa Innlegg